Þannig standa nú málin að í TTT bókinni þá er her Rohan dreyfður út um allt eftir að Saruman ruddist inn í Rohan. Éomer er ekki sendur í útlegð. Í myndinni hinsvegar, þá tekur Éomer allan herinn og fer með þá í útilegu á meðan aðalhættan beinist að Helm´s Deep. Af hverju í fjáranum gerir hann það? Það er fáránlegt að fjarlægja alla “Riders of Rohan” frá fólkinu sem þeir eiga að verja. Þess vegan þarf Peter Jackson að blanda Álfunum í málin til þess að ekki sé vaðið yfir Hjálmsdýpi, en Álfarnir komu ekki nálægt þessu í bókinni. Málið er: Hvar í fjáranum er Éomer þegar verið er að ráðast á þjóð hans í Helm´s Deep? Fólkið var ekki einusinni í Helm´s Deep í bókinni. ÞAÐ VAR UPPÍ FJÖLLUM! Svo þarf Gandalf að standa í því að ná í Éomer í staðin fyrir að safna saman dreyfða varnarliðinu.
Af því að ég hef svo einstaklega gaman af því að nöldra langar mig líka að benda á það að í bókinni þá voru það “A thousand men on FOOT; their swords were in their hands” sem ruddust niður í dýpið, en í myndinni voru þeir á hestum.
For those about to rock I salute you!