Mig langar að vita hvernig þið lærið undir próf því að mig langar að vita hvort að ég sé að læra eitthvað vitlaust, því að ég fæ aldrei allt of hátt í lesfögum nema að ég sé að taka próf úr sögubók (t.d. þar sem djöflaeyjan rís).

En ég les alltaf það efni sem ég á að læra utanaf og fer yfir allar spurningar og allt svoleiðis en samt síast ekki allt inn í hausinn á mér!

Hvernig lærið þið?

Ég held að ég geti gert miklu miklu meira, eins og þegar maður er að læra landakort utanaf, það er raunverulega ekkert hægt, eða er það? Ég allavegna get ekki lært alla staði utan af (nema á Íslandi)

Í von um að þið svarið mér.

Viljiði plís, segja ykkar álit og hvernig þið lærið undir lesfagapróf?