Þetta á alls ekki heima hér, en ég ætla samt að setja það hér. Þannig var það að í gær kom X (fyrrv.) með strákinn til mín. Allavegana þá var hún ekkert að nöldra eða neitt, bara hreinlega mátti ekkert vera að því að tala við mig eða útskýra fyrir mér með lyfin hans (sjá Börnin okkar). Svo fór hún bara. Það skrýtna við þetta allt saman var að ég fékk “flash-back” í sambandið okkar! Ég hef verið að hafa svolitlar áhyggjur undanfarið, peningar og fleira, og öllu því hefur fylgt smá vanlíðan… og ég var ekki búinn að koma því frá þegar ég tók við stráknum. Þannig að allar þessar áhyggjur og vanlíðan fengu mig bara til þess að trúa því að þegar hún fór þá væri hún bara að fara að skreppa aðeins! Ekkert smá skrýtið, mér fannst bara eins og hún kæmi aftur eftir smástund. Ótrúlegt, hvað manni hefur liðið illa í sambandinu án þess að taka eftir því né finna fyrir því. Þetta var semsagt lokasteinninn. Mér leið ömurlega í þessu sambandi og ég hef aldrei fundið það betur!!!
Ótrúlegur
Gromit