ég hef verið eins og oft áður að velta fyrir mér hlutum. einn af þessum hlutum sem ég spái stundum í er leðurbuxur. ég las hérna á huga svar frá gaur sem sagðist alltaf ganga í leðurbuxum. svo er líka einn samstúdent minn sem ég sé aldrei öðruvísi klæddan en í sömu leðurbuxurnar. nú leikur mér forvitni á að vita hvort leðurbuxur verði ekkert sveittar og ógeðslegar ef viðkomandi dvelur í þeim í jaah, segjum sirka mánuð? fer ekki einhver bakteríuflóra að blómstra í þeim? ef maður huxar um þetta þá eru leðurbuxnaklæddir gaurar ekki eitthvað sem maður vill koma nálægt. ekki það að ég hafi einhvern tímann hrifist af leður“töffurum”. allavegana. bara smá hugleiðing.
stelpan hún