Ég veit nú ekki með aðra en.. Allt þetta þvaður um að “ef maður borðar minna af nammi, drekkur minna gos og drekkur fullt af vatni þá fækkar bólum.” Ekkert af þessu hefur áhrif á mig og mínar bólur. Held að ég sé bara heppin, fæ afskaplega lítið af þeim, sama hvort ég drekk mikið vatn eða borða mikið af nammi. Reyndar þvæ ég mér alltaf, kvölds og morgna, og ber á mig hið sígilda Nivea krem, það hefur kannski eitthvað að segja.