Fólk er endalaust að tala um bóluvandamál á huga og annars staðar, og það er alltaf einhver sem segir “Drekktu mikið vatn og gerðu hitt og þetta og þá ætti bólunum að fækka.”
Ég er svosem ekkert að efast um þessa kenningu og vatn hefur líklega einhver góð áhrif á húðina og allan líkamann, en af hverju ætti það að minnka/fækka bólum að innbyrða tonn af vatni á dag? Er einhver sem veit það eða eru þetta bara sögusagnir?
Allt sagt með hálfri virðingu.