Maður bjó á bæ þar sem að var að koma flóð. En hann ætlaði ekki út úr húsinu. Þá kemur björgunarsveitin á bíl og keyrir til hans og segir honum að hann þurfi að koma með þeim því það er mikið óveður að koma.
Þá segir hann: “Nei!, Guð bjargar mér!”

Svo er húsið að fyllast af vatni og þá kemur björgunarsveitin á báti og segir honum að koma núna því það er allt að fyllast af vatni!
Hann lætur ekki undan og segir: “Nei!, Guð bjargar mér!”

Nú er húsið alveg fullt af vatni og hann situr á þakinu. Þá kemur björgunarsveitin í þyrlu og segir honum að koma því annars mundi hann ekki lifa þetta af!

Enn þrjóskast hann: “Nei!, Guð bjargar mér!”

Nú auðvitað drukknar hann. Hann kemur til himna og talar við Guð: “Hva, afhverju bjargaðiru mér ekki??”

Þá segir Guð: “Ég reyndi að bjarga þér! Fyrst sendi ég þér bíl, svo bát og svo þyrlu!!”