Það er ekkert svo dýrt í bíó ef maður kann á þau. Sko, maður kaupir sér bara einn lítra af óvatnsblönduðu kóki í Nóatúni, það eru 180, eða jafn mikið og lítil viðbjósleg vatnsblönduð kók í bíó. Svo poppar maður heima, einn pakka af örbylgjupoppi, sem er svo saltað að manni finnst vatnsblandað kók gott. Í einum örbylgjupopspakka er jafn mikið og í stóru poppi. Örbylgjupoppspakkinn kostar 100 kall, eða jafn mikið og hálfur lítill popp. Svo vefur maður popppokanum í ullarteppi. Svo kaupir maður...