Kæru landar.

Nú er nýafstaðið stríð Bandamanna og ógnarstjórnar Saddams Hussein í
Írak þar sem Bandaríkjamenn og Bretar héldu í Írak og sögðust vera að
leita að efna- og/eða kjarnorku vopnum.

Fyrir nokkrum árum komust ráðamenn í Bandaríkjunum að því að skortur á
olíu væri fyrir höndum en hingað til hefur 70% allrar olíu Bandaríkjamanna
verið innflutt. Aðalega frá Sádí-Arabíu og Kúveit en þeir náðu Kúveit á sitt
vald eftir innrás Saddams Hussein inn í landið (í framhaldinu komu
Banraíkjamenn og tóku landið rétt eins og þeir eru að taka Írak núna), og
nú vill svo til að olían þar er að klárast. Verkefni George W. Bush er
semsagt að leisa vandann sem blasir við.

Einnig má spyrja sig afhverju kláruðu þeir ekki dæmið og drápu Saddam
meðan þeir voru í Kúveit, svarið eru líklega að þeir þurftu ekki á olíunni
hans að halda. Sumir spurja sig einnig afhverju má kaninn ekki drepa
Saddam? Nú hvað gerði Saddam USA? Ekki neitt, hann réðst inn í Kúveit
og það var Sameinuðu þjóðanna að leisa það mál. Auk þess settu
Bandaríkjamenn viðskiptabann á Írak sem bætti ekki ástand alþýðunnar.

Nú er Bush með fullt af hermönnum í Írak og enn hafa þeir engin
kjarnavopn fundið, en að sjálfsögðu er fráleitt og óviðunandi að þeir skuli
voga sér að skipta sér að þessum málum Íraka því Bandaríkin er eina
þjóðin í öllum heiminum sem hefur sprengt kjarnorkusprengju, og það skal
tekið fram að það var ekki í stríði heldur fóru þeir í Japan og settu tvær
sprengju á Hirosima og Nakasaki á einungis saklausa borgara.

Miklar deilur eru um aðsetur Bandamanna í Írak og má segja að samstaða
Araba á mið-austurlöndum hafi styrktst verulega vegna komu þeirra enda
hafa þeir verið fremur ósammála í gegnum tíðina. En nú eru Arabar
sammála, Bandaríkjamenn úr Írak. Ekki nóg með að þar eru olíulindir hana
USA heldur ætlar Bush að stofna þar nýtt þjóðfélag, og hverskonar
þjóðfélag? Þjóðfélag með McDonalds og Coca Cola? Það er ekki að
ástæðulausu sem Bush hefur boðið út uppbygginguna í Írak aðeins til
Bandarískra fyrirtækja og ekki hvaða fyrirtækja sem er! Ónei, þetta eru
fyrirtæki sem hafa styrkt Bandaríska ríkið töluvert peningalega, og meðal
þessara fyrirtækja eru olíufyrirtæki.

Ég spyr einnig sjálfan mig, afhverju ráðst þeir á Írak á meðan Ísraelsmenn
stráfella börn í Palestínu? Svarið er að í stjórn Bush hafa gyðingar
peningavöld og þar er því eins gott að Bush hagi sér vel ef hann vill halda
peningunum í landinu.

En nú erum við Íslendingar búnir að hafa okkur rækilega að fýflum með því
að styðja stríðið eins og áhorfendur stöðvar 2 sáu í kvöldfréttum
föstudaginn 18. apríl síðastliðinn, en þar var sýnt brot úr spjallþætti á
CNBC. Brotið var stutt myndband þar sem mikið grín var gert að Íslandi
fyrir stuðning sinn á stríðinu.

En mergurinn málsins er sá að Bandaríkjamenn halda Íslandi í
heljargreipum kúgunar. Her US á nefnilega Keflavíkur-flugvöll með húð og
hári og reka hann að öllu leiti nema flugstöðina. Þetta er að sjálfsögðu
heilmikill sparnaður fyrir ríkið sem mundi þurfa að greiða hundruðir
milljarða fyrir reksturinn.

Ég vona að ég hafi opnað augu einhverja.
Takk fyri
Hrafnkell Sigurðsson (Chello)