Er fólk fífl? *************Áfram Ísland hægra megin*************

Árið 1967 stigu Íslendingar stórt kref í átt að bættri umferðarmenningu. Það var það herrans ár sem við skiptum vinstri umferð út fyrir þá hægri. Síðan þá hefur hægri umferðin reynst okkur ákaflega vel.
Sama getum við sagt um þá hægri ríkisstjórn er setið hefur við völd síðustu 12 árin. Hagsæld og kaupmáttur hefur aldrei verið meiri en einmitt í stjórnatíð Sjálfstæðisflokksins. Hún var einungis meiri þegar Ísland fékk auðfenginn hagnað af rányrkju fiskimiða og stríðsrekstri út frá “kalda stríðinu”.
*************
Er fólk fífl?
*************
Það hefur almennt verið talið að frelsi sé að hinu góða, að það beri að hlúa að því og láta það blómstra. Í frjálsu umhverfi líður fólki vel og samfélagið verður mannvænt. Sjalfstæðisflokkurinn hefur alla tíð látið sig varða um frelsi einstaklingsins. Flokkurinn telur einstaklinginn vel færann að stjórna sínum málum sjálfur. Enda teljum við náungann ekki vitlausan einsog margir vinstrimenn vilja vera að láta.
Þegar hlustað er á margan vinstri hugsjónamanninn útdeila sínum hugmyndum, heyrir maður gjarnan brúkuð orð á borð við reglur, lög, boð og bönn. Það er oft eins og verið sé að ræða um aðferðir hvernig skuli standa að reksturs sauðfé til rétta, svo mikið virðist vantraustið á fólkinu.
************
Blóðbankinn.
************
Ágæ tis dæmi um náungakærleik Íslendinga er Blóðbankinn og öflun hans á blóði. Það er ekki skylda að gefa blóð á Íslandi, heldur fer fólk sjálfviljugt og gefur frá sér blóð. Segjum sem svo að það hefði alltaf verið skylda að gefa blóð, og nú heyrðust hægri raddir um afnemum þessarar skyldu. Þá væri það nánast gefið, að margir vinstrimenn myndu rísa á fætur og andmæla. Þeir myndu andmæla á þeim forsendum að þá yrði allt blóðlaust í landinu, því án reglna boða og banna gerir fólk ekkert fyrir náungann. Með öðrum orðum, vinstrimenn vilja oftar en ekki lögleiða náungakærleik. Ég tel að ekki þurfi að lögleiða slíkt, því kærleikur eigi að koma frá hjartanu.
******
Kakan.
******
Ég hef einnig tekið eftir vinsælum miskilningi vinstrimanna um “þjóðarkökuna”. Kakan táknar samfélagið, atvinnutæki þess og fjármagn. Þeir líta á stærð kökunar sem staðlaða og að henni sé lítið hægt að breyta. Þeir álíta svo að með að taka af stærri sneiðum og bæta við hina minni sé verið að gera æskilega hluti og kallast það jafnaðarstefna. Þeir líta á sig sem einsskonar Zorro nútímans, nema að Zorro barðist gegn ofurskattlagningu en vinstrimenn berjast með henni.
Vinstrimenn sjá þak og þeir sjá gólf. Um gólfið eru allir sammála. Þeir vilja hafa þak, því það kemur í veg fyrir að fyrirtæki og einstaklingar geti vaxið frjáls í krafti eigin dugnaðar. Þakið er smíðað úr auknum sköttum og frelsisskerðingu.
Hægrimenn hinsvegar álíta að kökuna sé hægt að stækka. Og um leið hún stækkar, þá stækka sneiðar allra. Því öll fyrirtæki þurfa starfsfólk og þjónustu. Heimurinn sé ekki bara Ísland, heldur sé hægt að búa til fjármagn og einnig er hægt að laða hingað til lands erlend fyrirtæki. En fyirtæki blómstra ekki nema að skattastefna sé sanngjörn. Hægrimenn sjá ekkert þak, þar með er komin hvati fyrir einstaklinga og fyrirtæki til framfara. Um gólfið eru hægrimenn sammála, því öll viljum við hjálpa lítilmagnanum.
Látum ekki fagurgal vinstrimanna um græna skóga og gyllta sali rugla okkur í ríminu. Því við vitum öll að það er ekki hægt að byggja hús á sandi, heldur þarf traustan grunn. Traustur grunnur fæst eingöngu með að hlúa að fyrirtækjum landsins og frelsi einstaklingsins. Segjum áfram Ísland, hægra megin.

Kv.
Moondance
Ekki er hægt að miða siðferði í dag við siðferði áður fyrr.