Ég fór í bíó áðan, fór á The Recruit, mjög góð.
Mér finnst oft mjög pirrandi að fara út meðal almennings, fara í bíó, á veitingastaði, hótel osfrv. vegna þess að það er alltaf eitthvað sem fer í mig við þessa staði, starfsfólk er dónalegt, hlutirnir eru dýrir og så videre…
(Ekki misskilja mig, ég er ekki eilífðarnöldrari sem sér djöfulinn í hverju horni, oftast er ég bara frekar jákvæð, held ég sé bara með sterka réttlætiskennd…eða e-ð)

Anywayz, ég fór í Smárabíó áðan, voða notalegt bíó, ákvaðum að skella okkur í Lúxus salinn, því myndin sem kærastinn minn grátbað mig um að fara á var ekki sýnd klukkan 6 og hann hefur enga þolinmæði whatsoever. Salurinn er frábær, leður Lazy-boy og þannig, ekkert útá það að setja.

Miðinn kostaði 1700 kr. semsagt 3400 kr. fyrir okkur tvö. Með þessum miða fylgdi, að maður gat valið um að fá bjórglas /léttvínsglas eða úttekt í sjoppu fyrir 310 kr. 310 KR!!!
Þetta, ótrúlegt en satt, nægði fyrir lítilli popp og lítilli kók!(mega lúxus maður!) og það er greinilega ekki gert ráð fyrir að maður kaupi neitt annað, því kærastinn minn keypti stóra kók (týndi gjafamiðanum sínum:() og hún passaði ekki í glasahaldarann.

Mér finnst þetta vera dæmigert fyrir þá nísku sem ríkir innan kvikmyndahúsanna í dag. Sambíóin hafa meira að segja lagst svo lágt að vera með “mcDonalds” lækkun, þ.e. lækkað miðaverð en minnkað stóra kók niður í 0,5l og poppið um helming, svo lítið eitt er nefnt. Norðurljós mega reyndar eiga það að það hafa þeir ekki gert.

Ef einhver hefur náð að lesa svona langt, er engin komin með upp í kok á þessu okri kvikmyndahúsanna. Meira að segja eftir að hafa borgað 1700 kr fyrir miða, þurfti ég samt að horfa á 10 mínútur af auglýsingum fyrir myndina (sem byrjaði á þeim tíma sem myndin átti
að byrja, svo örugglega enginn missti af þeim) og líka í þessu svaka hléi.

Ég ætla að passa mig á því að stimpla ekki öll kvikmyndahúsin strax, því ef einhver ykkar er með svar sem útskýrir þetta allt þá skal ég glöð taka því trúanlegu, ef það er rökstutt að sjálfsögðu.

En ég vil biðjast afsökunar á hversu illa þessi grein var skrifuð, þreytan þinnti þetta væntanlega dálítið út hjá mér…

…en sama hvað hver segir, maður á alltaf að efast, og spyrja “af hverju”.