Margt í klassíkinni var mun framsæknara en Jazz. Til dæmis píanóverk þar sem hamrar og ýmis fleiri tól voru brúkuð til að ná fram nýrri litum. Svo eru náttúrulega kassaverkin ógurlegu sem komu fram, þar fékk hver hljóðfæraleikari í samspilun svona 12 takta af nótum og átti að spila þær eftir sínu höfði, með sínum takt þangað til eitthvað yndislegt kom útur því. Það var eiginlega djass í öðru veldi þar sem menn voru ekki einu sinni öruggir með að nokkur tónlist kæmi útur verkunum, það valt á...