Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Gullaldarplaylisti Huy! (41 álit)

í Gullöldin fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Betra er seint en aldrei og ég var búinn að lofa einum svona Spilunarlista og svo er maður líka byrjaður aftur á gullöldinni eftir smá pásu ;) Ég veit að ég hef frekar fyrirsjáanlegan og ófjölbreyttan tónlistarsmekk en það skiptir mig engu máli heldur er það að ég hafi gaman af tónlistinni ;) Gullaldarplaylistinn minn! The Beatles – Long, Long, Long : Uppáhalds bítlalagið mitt í augnablikinu rólegt og fallegt lag eftir George Harrison og ég er bara á því að þetta lag ásamt Julia og When My...

Freddie Mercury, annar hluti (26 álit)

í Gullöldin fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Þessi grein er samþykkt þann 5 september árið 2006 í tilefni 60 ára afmæli snillingsins Freddie Mercury. Til hamingju Freddie :D. ATH: Þetta er annar hlutinn í þessum greinarflokki og því vil ég benda þeim sem ekki hafa lesið hinn hlutann á það að lesa fyrsta hluta hér. Freddie Mercury, annar hluti Árið 1971 voru Freddie Mercury, Brian May, Roger Taylor og John Deacon (eða Deacon John eins og Freddie, Brian og Roger kölluðu hann á fyrstu plötunni) í hljómsveitinni Queen. Þeir áttu ekki...

Gullaldartrivia (16 álit)

í Gullöldin fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Jæja þá er þessi gullaldartrivia búin og var bara nokkuð góð þáttaka en alls tóku 13 notendur þátt. Allaveganna hér koma spurningarnar og svörin við þeim. 1. Hvaða ár var breska rokkhljómsveitin Uriah Heep stofnuð? (2 stig) Hljómsveitin var stofnuð árið 1969 en eftir að hafa fengið spurningu um það hvort verið væri að tala um hvenær hljómsveitin sem Uriah Heep hefði verið stofnuð eða hvort spurt væri um það hvenær hún hefði verið stofnuð sem hljómsveit en ekki Uriah Heep ákvað ég að gefa...

Freddie Mercury, fyrsti hluti (46 álit)

í Gullöldin fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Halló Hér fyrir neðan er ég búinn að skrifa fyrsta hlutann af 3 um ævi Freddie Mercury söngvara Queen. Vonandi hafiði gaman af. Farrokh Bulsara betur þekktur sem Freddie Mercury, fæddist árið 1946 þann 5 september í bæ sem hét Stone Town sem var á miðri afrísku smáeyjunni Zansibar. Hann var kominn af persneskum ættum en báðir foreldrar hans þau Bomi og Jer Bulsara voru persnesk. Faðir hans Bomi Bulsara vann sem gjaldkeri hjá breska ríkinu. Árið 1952 þegar Freddie var 6 ára eignaðist hann...

Úrslit Getraunarkeppninnar, Sigurvegarinn er…? (9 álit)

í Stórmót fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Tekið af Mbl.is: Ítalir Heimsmeistarar “Ítalir eru heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 5:3 sigur á Frakklandi eftir vítaspyrnukeppni í mjög svo dramatískum leik. Zinedine Zidane kom Frökkum yfir á 7. mínútu en tólf mínútum síðar jafnaði varnarmaðurinn Marco Materazzi. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja. Ekkert mark var skorað í framlengingunni en Zidane var vikið af leikvelli fyrir að skalla Marco Materazzi í brjóstið, og endaði þar með feril sinn á...

HM Getraunakeppni, 8 liða úrslit!! (4 álit)

í Stórmót fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Halló!! Jæja þá eru 8 liða úrslitin búin og aðeins 4 leikir eftir!!! Allaveganna hér fyrir neðan ætla ég að skrifa hvernig leikinir fóru í 8 liða úrslitunum, sýna stöðuna í getraunakeppninni og sýna hvernig topp 5 í getraunakeppninni hefur verið hingað til! Þýskaland Vs. Argentína 1-1 Vítaspyrnukeppni 4-2 Ítalía Vs. Úkraína 3-0 Portúgal Vs. England 0-0 Vítaspyrnukeppni 3-1 Brasilía Vs. Frakkland 0-1 Æsispennandi 8 liða úrslit en í 4 liða úrslitunum mætast Ítalir og Þjóverjar og Portúgalar og...

HM Getraunakeppni, 16 liða úrslit!! (15 álit)

í Stórmót fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Jæja þá eru alveg ótrúlega spennandi 16 liða úrlist búin!! Hér fyrir neðan ætla ég svo að skrifa hvernig leikirnir fóru, stöðuna í getraunakeppninni og birta listana aftur þar sem að sést hvaða lið þið eru búin að missa. Þýskaland Vs. Svíþjóð 2-0 Argentína Vs. Mexíkó 2-1 England Vs. Ekvador 1-0 Portúgal Vs. Holland 1-0 Ítalía Vs. Ástralía 1-0 Sviss Vs. Úkraína 0-0 3-0 í vítaspyrnukeppni Brasílía Vs. Ghana 3-0 Spánn Vs. Frakkland 1-3 Þýskaland mun því keppa við Argentínu í 8 liða úrslitunum....

Karen Carpenter & The Carpenters (6 álit)

í Gullöldin fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Halló þessi grein er að mestu skrifuð sem minningargrein sem ég senti inn um Karen Carpenter og vona ég að hún sé komin inn, einnig vil ég benda á það að flestar heimildir eru fengnar af Wilkipedia, Classicbands.com, BBC.co.uk, atdpweb.soe.berkeley.edu og einhverri R.I.P. síðu sem var tileinkuð Gullöldinni. Gjörið svo vel. Karen Carpenter fæddist þann 2 mars árið 1950 í Connecticut í Bandaríkjunum. Hún var alin upp hjá foreldrum sínum með bróður sínum Richard Carpenter og ólust þau upp eftir...

HM Getraunakeppni, Þriðja Umferð! (9 álit)

í Stórmót fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Jæja þá er lokaumferðin í riðlunum og þar af leiðandi riðlakeppnin búin! Hér fyrir neðan ætla ég að skrifa hvernig leikirnir fóru og hvernig staðan er í riðlunum og hvaða lið komust áfram og hvaða lið komust ekki áfram! Ekvador Vs. Þýskaland 3-0 Kosta Ríka Vs. Pólland 1-2 A Riðill Lið………….. L U J T Mörk Stig Þýskaland…. 3 3 0 0 8:2 9 Ekvador……. 3 2 0 1 5:3 6 Pólland…….. 3 1 0 2 2:4 3 Kosta Ríka… 3 0 0 3 3:9 0 Svíþjóð Vs. England 2-2 Paragvæ Vs. Trínidad og Tóbagó 2-0 B Riðill Lið………….. L U J...

HM Getraunakeppni, Önnur Umferð (10 álit)

í Stórmót fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Well, Well, Well þá er stórskemmtilegri annarri umferð lokið og úrslit komin í ljós í nokkrum riðlum þó að sætaröðun í þeim riðlum sé ekki alveg pottþétt ;) Hér fyrir neðan ætla ég að skrifa hvernig leikirnir fóru og hvernig staðan er í riðlunum en ég ætla að sleppa því að skrifa umfjöllun um hvern einasta leik eins og ég gerði síðast því að ég held að það dragi athyglina frá því mikilvægasta, og þetta “mikilvægasta” er að sjálfsögðu staðan í HM leiknum okkar. Þýskaland Vs. Pólland 1-0...

HM leikir og staða getraunarkeppnirnar eftir fyrstu umferð (23 álit)

í Stórmót fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Þá er fyrstu umferð af stórskemmtilegri HM keppni búin og leikirnir fóru svona. Þýskaland – Kosta Ríka HM byrjaði með stæl í einum betri opnunarleik síðari HM keppna þar sem að Þýskaland vann Kosta Ríka 4-2 í frábærum fótboltaleik þar sem að 2 frábær mörk hjá Lahm og Frings voru eitt af því sem að gerði leikinn minnistæðan plús það að Kosta Ríka kom á óvart með því að skora 2 mörk sem komu bæði frá Wanchope. Ekvador – Pólland Þessi leikur endaði með frekar óvæntum sigri Ekvadors þar sem að...

HM Getraunakeppni (48 álit)

í Stórmót fyrir 17 árum, 11 mánuðum
HM getraunakeppnin mun fara fram í 2 skrefum. Fyrsta skref verður riðlakeppnin og annað skref verður útsláttarkeppnin þessi 2 skref muna svo að sjálfsögðu tengjast saman og vera 1 keppni en ekki 2, en allar upplýsingar geturðu séð hér fyrir neðan. Fyrsta Skref, riðlakeppnin : Hér er byrjunin og fyrst þarftu að velja 8 lið sem þú munt halda að eigi eftir að ganga vel í keppninni og þá líka í útsláttsláttarkeppninni því að þar gilda sömu lið. Að sjálfsögðu skiptir svo máli í hvaða sæti þú...

Queen II (25 álit)

í Gullöldin fyrir 18 árum
Queen II Platan Queen II var gefin út árið 1974 í framhaldi af plötunni Queen. Það sem einkennir plötuna er að hún er tekin upp þannig að það er aldrei stoppað á milli laga og þau renna öll nokkurn veginn saman. Inná plötunni er að finna mörg góð lög þar á meðal lögin Father to Son, White Queen (as it began), Ogre Battle og platínu lagið Seven Seas of Rhye sem er þekktasta lagið á plötunni. Á frontinu á plötunni stilla þeir sér upp í sömu röð og skjaldarmerkið þeirra er í (þ.e.a.s. May eða...

5 Bestu Gítaleikarar Gullaldarinnar ( mitt álit ) (123 álit)

í Gullöldin fyrir 18 árum
Gítarleikarar Gullaldarinnar Gítar hefur alltaf verið mikilvægur í tónlist og þá ekki síst á þessu áhugamáli og í rokkinu. Hér á eftir ætla ég að telja upp þá 5 bestu að mínu mati og ég ætla einnig að segja sögu þeirra í grófum dráttum. 1. Jimi Hendrix : Oftast er þessi maður í fyrsta sæti á svona listum og á hann það líka alveg fyllilega skilið þar sem að hann er bara langbestur. Hendrix fæddist í Seattle þann 27 nóvember árið 1942. Hann átti fátæklega æsku og gekk svo seinna í herinn í...

Bohemian Rhapsody (146 álit)

í Gullöldin fyrir 18 árum
Bohemian Rhapsody Staðreyndir Bohemian Rhapsody var samið af snillingnum Freddie heitnum Mercury söngvara Queen . Talið er að lagið hafi verið í vinnslu hjá söngvaranum í þrjá mánuði en upphaflega átti það að vera rúmar 7 mínútur en var svo seinna stytt í 5 mínútur og 58 sekúndur. Auk þess þá er ótrúlegur óperu kafli sem tók hvorki meira en 3 vikur að taka upp og 10 til 12 stundir á dag fóru í þennan söng hvorki meira né minna. Í óperukaflanum syngja Freddie, Roger og May og að mínu mati...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok