5 Bestu Gítaleikarar Gullaldarinnar ( mitt álit ) Gítarleikarar Gullaldarinnar

Gítar hefur alltaf verið mikilvægur í tónlist og þá ekki síst á þessu áhugamáli og í rokkinu. Hér á eftir ætla ég að telja upp þá 5 bestu að mínu mati og ég ætla einnig að segja sögu þeirra í grófum dráttum.


1. Jimi Hendrix :
Oftast er þessi maður í fyrsta sæti á svona listum og á hann það líka alveg fyllilega skilið þar sem að hann er bara langbestur. Hendrix fæddist í Seattle þann 27 nóvember árið 1942. Hann átti fátæklega æsku og gekk svo seinna í herinn í upphafi sjöunda áratugarins og svo um miðjan áratuginn hætti hann í hernum og stofnaði hljómsveitina Jimi Hendrix Experience . Jimi Hendrix spilaði oftast á Fender Stratocaster. Það sem var mest áberandi við spilamennsku Hendrix var að hann spilaði örvhentur á gítar en spilaði samt alltaf á gítar fyrir rétthenta, einnig var hann mjög villtur á sviði og hann átti það til að brjóta gítarana eða kveikja í þeim. Jimi Hendrix dó aðeins 27 ára að aldri þann 18 september árið 1970.




2. Jimmy Page :
Page fæddist þann 9 janúar árið 1944. Page er í 2 sæti á þessum lista en hann var þekktur session spilari í Bretlandi áður en hann gekk til liðs við súpergrúppuna The Yardbirds, úr rústum The Yardbirds stofnaði hann svo hljómsveitina sem flestir ættu að þekkja en það er hljómsveitin og súpergrúppan Led Zeppelin,þeir gáfu út margar plötur og urðu heimsfrægir. Árið 1980 dó svo trommuleikari Led Zeppelin John Bonham að nafni og sögðust meðlimir Led Zeppelin aldrei muna geta fundið einhvern í stað Bonhams og því hætti Led Zeppelin. Eftir það heyrðist ekkert frá Jimmy í nokkur ár fyrr en árið 1984 þegar hann stofnaði hljómsveitina The Firm henni farnaðist ekki vel og gáfu þeir aðeins 2 plötur út. Síðan árið 1990 hefur Jimmy Page verið mikið í góðgerðarstarfsemi og þess háttar. Jimmy Page hefur spilað á marga gítara en hann er þekktastur fyrir tvöfalda Les Paul gítarinn sinn. Helstu gítarsóló eru í lögunum Stairway To Heaven, Since Iv’e Been Loving You og Heartbreaker.




3. Eric Clapton : Eric Clapton fæddist þann 30 mars á því herrans ári 1945. Einungis 16 ára gömul móðir Claptons hún Patricia Molly Clapton hefur örugglega ekki vitað að barnið hennar, sem hún seinna skírði Eric Patrick Clapton ætti eftir að eiga ótrúlegan tónlistarferil og að hann ætti eftir að verða einn besti gítarleikari sögunnar. Í æsku varð Eric Clapton fyrir miklum áhrifum frá Blúsi, 13 ára fékk hann fyrsta kassagítarinn sinn og 17 ára gekk hann í fyrstu hljómsveitina sína sem bar nafnið The Roosters. Eftir 8 mánaða veru hjá The Roosters gekk hann til liðs við súpergrúppuna The Yardbirds og var hann í henni í 2 ár. Eftir að Clapton hætti í The Yardbirds sat hann ekki lengi aðgerðarlaus og eftir rúmlega mánuð var hann genginn til liðs við John Mayall & the Blusebreakers hann spilaði í stuttan tíma með þeim og eftir 1 ár var hann hættur í hljómsveitinni og búinn að stofna súpergrúppuna Cream. Cream gekk mjög vel þrátt fyrir að hafa einungis gefið út 4 breiðskífur og starfað í 2 ár frá árinu 1966 til ársins 1968. Á þessu Cream tímabili samdi Eric Clapton mörg fræg lög meðal annars lögin Sunshine of Your Love, Badge og Strange Brew. Í kringum byrjun 8 áratugarins var Eric Clapton orðinn einn frægasti og virtasti rokkari gullaldarinnar. Eftir Cream gekk Eric Clapton hljómsveitina Blind Faith en hún starfaði ekki lengi. Árið 1970 gekk hann til liðs við Derek and the Dominos hann var ekki lengi í henni eða bara rúmlega 1 og ½ ár en samt tókst honum að semja nokkur meistaraverk meðal annars lagið Layla einnig kynntist hann gítarsnillingnum Duane Allman úr The Allman Brothers. Eftir þetta þá dró Clapton sig útúr sviðsljósinu til þess að dópa. Árið 1972 bjargaði vinur Claptons, gítarsnillingurinn Pete Townsend honum frá dópinu og einnig dauða og í staðinn spilaði Clapton í nokkrum lögum á plötunni Tommy með The Who.
Eftir þetta hefur hann mest spilað einn. En þetta er farið að verða dáltið langt þannig að nú fer ég hratt yfir sögu. Árið 1979 giftist hann Pattie Boyd fyrrum konu besta vinar síns George Harrison þau skildu árið 1988. Hann eignaðist son að nafni Conor árið 1988 með ítalskri fyrirsætu að nafni Lori Del Santo. Conor dó óvænt árið 1991 og samdi Clapton seinna mjög frægt lag um hann sem heitir Tears In Heaven. Hann gerði margar plötur og varð ennþá vinsælli. Í augum margra er hann einn besti gítarleikari í heimi og það finnst mér líka. Oftast spilaði hann á Gibson gítar og hans helstu gítarsóló eru í lögunum Crossroads, Layla og White Room.




4. Brian May : Frábær gítarleikari þar á ferð þekktur sem meðlimur úr súpergrúppunni Queen. Gítarsnillingurinn Eric Clapton sagði eitt sinn um Brian May “ I wish that I could play on guitar like Brian May “. Brian May er góður rafmagnsgítarleikari en að mínu mati er hann betri Acoustic. Hann fæddist árið 1947 þann 19 júlý og var hann skírður Brian Harold May, hann var einkasonur. Hann spilaði oftast á gítar sem hann kallaði Red Special og hann gerði hann með föður sínum í æsku vegna þess að gítarinn sem honum langaði í kostaði of mikið. Hann var alltaf duglegur í skóla og var lítið í dópi. Hann stofnaði instrumental hljómsveit sem hét 1984, árið 1968 hætti hann í henni til að stofna hljómsveitina Smile en þá var hann í háskólanum Hampton School að læra Stjörnufræði.
Í Smile voru Roger Taylor trommuleikari og söngvarinn og bassaleikarinn hét Tim Staffel og svo var Brian May að sjálfsögðu gítarleikarinn. Þessi Niðurröðun Smile entist ekki lengi því að Tim Staffel fór í aðra hljómsveit sem hét Humpy Bong en í staðinn kom meðleigjandi hans sem kallaði sig Freddie Bulsara ( sem hann seinna svo breytti í Freddie Mercury ). Þeir þrír ákváðu svo að breyta nafni hljómsveitarinnar í Queen ( þótt að May hafi aldrei fundist það flott nafn ) og leita að bassaleikara eftir að hafa prufað marga fundu þeir John Deacon og Queen í sinni endanlegri mynd var stofnuð. Þeir gáfu út margar plötur og urðu frægir en þó sérstaklega eftir tilkomu meistaraverksins A Night at The Opera. Á þesssum Queen árum sem spönnuðu árin frá árinu 1970 til 1991 samdi May mörg fræg lög þar á meðal lögin Show Must Go On, Tie Your Mother Down, Who Wants To Live Forever og We Will Rock You. Árið 1983 kom fyrsta sóló platan hans út sem hét Star Fleet Project. 9 árum seinna gaf hann út aðra og svo fygldu 3 plötur þeim 2 eftir. Þessar plötur urðu samt aldrei jafn vinsælar og neitt sem hann gerði með Queen. Hann kom eftirminnilega fram á Live Aid með hljómsveitinni sinni Queen. Árið 1987 var erfitt ár fyrir Brian May en þá dó pabbi hans og hann skildi við konuna sína, hann hefur sagt í viðtölum að á þessum tíma hafi hann þjáist af þuglyndi og meira að segja verið nálægt því að skipuleggja sjálfsmorð það varð sem betur fer ekkert úr því. Þann 24 nóvember dó svo Freddie Mercuy úr eyðni og John Deacon hætti í hljómsveitinni vegna þess að hann vildi ekki vera í henni víst að Freddie Mercury var dáinn en hann félst samt á það að spila á minningartónleikunum sem voru til heiðurs Freddie Mercury. Eftir þetta kom Brian May fram með Roger Taylor og ýmsum söngvurum ( oftast vegna góðgerðarmála ) undir nafninu Queen ( En ég kýs oft að kalla þetta Queen + ) og núna eru þeir í tónleikaferðalagi með Paul Rodgers. Helstu gítarsóló eru í lögunum Brighton Rock, I Want It All og Bohemian Rhapsody.



5.Ritchie Blackmore :
Ritchie Blackmore skírðu Richard Hugh Blackmore fæddist í Weston-Super-Mare í Englandi þann 14 apríl árið 1945. Þegar hann var 2 ára flutti hann með fjölskyldu sinni til Heston í Englandi, Hann fékk sinn fyrsta gítar 10 ára og tók hann í byrjun klassíska gítartíma, Það er ekki hægt að segja um Blackmore að hann hafi verið snillingur á gítar í byrjun enda var hann lengi að læra og þegar hann var 13 ára þá hótaði pabbi hans að brjóta gítarinn hans á hausnum á honum að að hann færi ekki að verða betri. Það er óhætt að segja að Blackmore hafi lært betur undir pressu því að þegar hann var orðinn 15 ára þá var hann orðinn Session spilari hjá Joe Meek's music productions. Blackmore stofnaði síðan árið 1968 Þungarokkshljómsveitina Deep Purple með Jon Lord, Nick Simper og fengu síðan söngvarann Rod Evans og Ian Paice, en áður var hann búinn að vera í mörgum hljómsveitum sem höfðu leists upp meðal annars hljómsveitirnar Outlaws, Screaming, Neal Christian, The Crusaiders og fleiri. Deep Purple gekk framar vonum þeir gáfu út margar vinsælar plötur og Blackmore varð fljótt frægur sem einn af bestu gítarleikurum í heiminum en í maí 1975 hætti Blackmore og stofnaði hljómsveitina Rainbow í henni voru Ronnie James Dio sem var söngvari, Mickey Lee Soule á hljómborði, Craig Gruber á bassa, Gary Driscoll á trommum og að sjálfsögðu stofnandinn sjálfur Ritchie Blackmore á gítar. Hljómsveitin gekk vel og fyrsta platan þeirra sem bar nafnið Ritchies Blackmore´s Rainbow fékk ágætis sölu. Árið 1976 kom svo út platan Rising með Rainbow og sömdu Blackmore og Dio öll lögin á þeirri plötu og varð platan mjög vinsæl. Árið 1983 datt Deep Purple mönnum að taka comeback svo að Blackmore hætti í Rainbow og fór í Deep Purple. Í desember 1993 hætti Blackmore aftur í Deep Purple og fór aftur í Rainbow. Eftir Rainbow skipti Blackmore svo aftur um hljómsveit og gekk hann þá til liðs við Candice Night og stofnuðu þau saman hljómsveitina Blackmore´s Night og er hann ennþá í henni í dag. Hans bestu gítarsóló að mínu mati eru í lögunum Child In Time, Highway Star og Lazy.




Ég vill taka fram að þetta er aðeins mitt álit og að allar ábendingar og leiðréttingar eru vel þegnar og að ég biðst afsökunar á öllum stafsetningarvillum. Einnig vill ég þakka www.bbc.co.com, wilkipedia.org og vinum mínum fyrir heimildir ásamt ýmsum síðum sem ég fann á google. Vona að ykkur líki og að þið gætuð sett upp ykkar eigin lista. Kv. Huy