Karen Carpenter & The Carpenters Halló þessi grein er að mestu skrifuð sem minningargrein sem ég senti inn um Karen Carpenter og vona ég að hún sé komin inn, einnig vil ég benda á það að flestar heimildir eru fengnar af Wilkipedia, Classicbands.com, BBC.co.uk, atdpweb.soe.berkeley.edu og einhverri R.I.P. síðu sem var tileinkuð Gullöldinni.

Gjörið svo vel.


Karen Carpenter fæddist þann 2 mars árið 1950 í Connecticut í Bandaríkjunum.
Hún var alin upp hjá foreldrum sínum með bróður sínum Richard Carpenter og ólust þau upp eftir 10 ára aldur við tónlist bítlanna.
Snemma byrjuðu tónlistarhæfileikar bróður hennar að koma í ljós og þegar hún var 13 ára flutti hún og fjölskyldan hennar til Los Angeles í Bandaríkjunum til þess að rækta tónlistarhæfileika Richards.
Á sama tíma reyndi Karen líka að komast inní tónlistina og reyndi hún meðal annars að prófa þverflautuna en hún náði aldrei tökum á þverflautunni.
Hún gekk í skólakórinn til þess að missa af rúmfræði, og hún gekk í skólahljómsveitina og spilaði þar á klukkuspil, og á þessum tíma kom svo í ljós að Karen gæti sungið og það vel.
Hún varð mjög hrifin af trommum, hún kenndi sjálfri sér á trommur og varð alveg frambærileg á þeim.
Hún byrjaði á þessum tíma að reyna mikið fyrir sér í tónlistarbransanum og árið 1964 kynntist Richard bassa og túbuleikara sem var kallaður Wes Jacobs saman stofnuðu þeir ásamt Kareni tríóið The Richard Carpenter Trio með Richard á píanó, Wes á bassa og túbu og Karen sem söngkonu og trommuleikara.
Árið 1967 byrjaði Karen í megrun til þess að minnka þyngdina úr 64 kg í 54 kg.
The Richard Carpenter Trio entist ekki lengi og eftir hana reyndu systkinin að slá í gegn með nokkrum öðrum hljómsveitum en það gekk ekkert, þannig að árið 1969 ákváðu þau að stofna dúó bandið The Carpenters, þau fengu fljótt samning hjá A & M Records þegar þau sendu inn breiðskífuna Offering og var hún fljótt gefin út og fékk hún góðar viðtökur, frægasta lagið er eflaust róleg cover útgáfa þeirra af bítlalaginu Ticket To Ride og varð Karen mjög fljótt fræg fyrir að vera góð söngkona.

The Carpenters voru mjög fræg á áttunda áratugnum og gáfu þau út margar frægar breiðskífur þar á meðal breiðskífurnar Made In America, A Song For You, Now And Then og Carpenters auk Close To You en hún er eflaust frægasta breiðskífan þeirra en hún inniheldur meðal annars lögin (They Long To Be) Close To You, We´ve Only Just Begun og einnig coveruðu þau bítlalagið Help.
Á næstu árum gáfu þau út mörg vinsæl lög þar á meðal lögin Top Of The World, Please Mr. Postman, Rainy Days and Mondays og Superstar.
En Karen var enn að léttast frá því að hún fór í þessa megrun árið 1967 og árið 1975 var hún orðin 36 kg!
Hún var farin að kasta upp þeim litla mat sem hún borðaði og seinna á árinu árið 1975 missti hún meðvitund á miðjum tónleikum sem að þau voru að halda í Las Vegas.
Hún var með Anorexíu, en á þessum tíma var þessi hræðilegi sjúkdómur óþekktur þótt að það væri fullt af fólki sem væri að þjást af honum.
Karen sá á þessum tíma að hún ætti við alvarleg vandamál að stríða.
Hún fékk þá lækna og sálfræðinga til þess að hjálpa sér í baráttunni við anorexíuna, og að lokum var fólk farið að trúa því að henni væri batnað af þessum hræðilega sjúkdómi.
Meðferðin hjá sálfræðingnum hjálpaði og hún fór heim til foreldra sinna staðráðin í því að vinna bug á þessum hræðilega sjúkdómi.
Og það gekk eftir og fljótt þyngdist hún um 5 kg á stuttum tíma, en það hve mikið og óvænt hún þyngdist á stuttum tíma var orðið að nýju vandamáli og þetta “nýja vandamál” var að skemma hjarta hennar.

Þann 4 febrúar árið 1983 kl 8:51 að morgni til kom móðir hennar að henni meðvitundarlausri og nakinni hjá fataskápnum í forstofunni.
Henni var fljótt skutlað upp á spítala og reyndu læknar þar að bjarga lífi hennar en eftir árangurslausar tilraunir í 1 klukkustund dó Karen Carpenter aðeins 33 ára að aldri og dánarorsök voru hjartaáfall sem orsökuðust vegna þess hve mikið og óvænt hún hafði þyngst á stuttum tíma og þetta allt mátti rekja til anorexíunnar.
Karen Carpenter átti frábæran tónlistarferil og á meðal verðlaunanna sem hún fékk fyrir þennan tónlistarferil voru 3 grammy verðlaun, 8 gull breiðskífur, 10 gull smáskífur og 5 platínum breiðskífur.



R.I.P. Karen Carpenter


Álit mitt á The Carpenters

The Carpenters er frábær hljómsveit og gerðu þau mörg mjög góð lög og eru þau systkinin frábær saman þar sem að Richard er lagasmiðurinn og Karen söngkonan en það sem kemur á móti þessari frábæru hljómsveit er hvað lögin eru oft öll svo lík og ófjölbreytt!
Annars er þetta frábært band og ef þú ert hrifin af góðum fallegum ballöðum þá mæli ég með diskunum Close To You, Carpenters og The Carpenters Gold (en það er safndiskur).



Ég vil taka það fram að lokum að allar persónulegar skoðanir sem koma fram í þessari grein eru aðeins mínar skoðanir og að allar leiðréttingar og ábendingar eru vel þegnar einnig vil ég biðjast velvirðingar á stafsetningarvillum ef að einhverjar eru.

Ástarkv. Huy