HM leikir og staða getraunarkeppnirnar eftir fyrstu umferð Þá er fyrstu umferð af stórskemmtilegri HM keppni búin og leikirnir fóru svona.

Þýskaland – Kosta Ríka
HM byrjaði með stæl í einum betri opnunarleik síðari HM keppna þar sem að Þýskaland vann Kosta Ríka 4-2 í frábærum fótboltaleik þar sem að 2 frábær mörk hjá Lahm og Frings voru eitt af því sem að gerði leikinn minnistæðan plús það að Kosta Ríka kom á óvart með því að skora 2 mörk sem komu bæði frá Wanchope.

Ekvador – Pólland
Þessi leikur endaði með frekar óvæntum sigri Ekvadors þar sem að Delgado og Tenorio skoruðu eitt mark hver.

Þýskaland og Ekvador eru því í fyrsta sæti í A riðli en Pólland og Kosta Ríka sitja á botninum án stiga.

England – ParagvæLeikurinn byrjaði fljótt með aukaspyrnu hjá Beckham sem endaði í markinu eftir viðkomu í varnarmanni.
Eftir þessa góðu byrjun Englendinga bjóst ég við bursti en ég varð því miður fyrir vonbrigðum því að fátt merkilegt gerist svo það sem eftir var af leiknum.
Samt sem áður fór leikurinn 1-0 fyrir Englendingum og sigur því staðreynd.

Svíþjóð – Trínidad og Tóbagó
Þessi leikur var skemmtilegur og satt best að segja mjög óvæntur þar sem að ég bjóst fastlega við sigri Svía!
En leikurinn fór ekki eins og ég bjóst við þrátt fyrir það að Svíar óðu í færum og spiluðu einum fleiri mest allan seinni hálfleik.
Leikurinn fór því 0 – 0 og var forseti landsins fljótur að lýsa því yfir að þetta hefði verið einn merkilegasti dagur í sögu þjóðarinnar.

England er því með forystu í riðlinum með 3 stig, Svíþjóð og Trínidad og Tóbagó með 1 stig en Paragvæ er á botninum með engin stig.


Argentína – FílabeinsströndinÞessi leikur var að mínu mati frábær skemmtun og besti leikurinn fyrir utan opnunarleikinn mikla.
Argentínu menn sóttu meira í fyrri hálfleik og uppskáru 2 mörk en svo sóttu fílarnir meira í þeim seinni og skoraði Drogba á endanum fyrir þá.
Þeir sem skoruðu fyrir Argentínu voru Crespo og Saviola og leikurinn endaði 2 – 1 fyrir Argentínu mönnum.

Holland – Serbía
Frábær leikur þar sem að Robben fór á kostum eftir að hafa átt brösuglegar fyrstu mínútur.
Robben skoraði fyrsta og eina mark leiksins en hann og Hollendingar voru oft nálægt því að bæta fleiri mörkum við.
Leikurinn fór 1 – 0.
Mér fannst sigur Hollendinga verðskuldaður og aldrei í hættu.

Holland og Argentína eru S.s. í fyrsta sæti með 3 stig hvort en Serbía og Fílabeinsströndin eru í því síðasta bæði án stiga.

Mexíkó – Íran
Þrátt fyrir það að það sé lítið af “súper” stjörnum í þessum liðum þá var þessi leikur stórskemmtilegur.
Mexíkó byrjuðu á því að skora en þar var Omar Bravo á ferðinni.
Maðurinn með skemmtilega nafnið jafnaði svo fyrir Íran en sá maður heitir Golhammadi ( held ég).
Jafnt var í hálfleik en svo seint í leiknum skoraði Bravo aftur og svo 3 mínútum síðar bætti Zinh 3 marki mexíkó við og 3 – 1 sigur því staðreynd.

Portúgal – Angóla
Ég bjóst við miklu af Portúgal í þessum leik og mér sýndist þeir ekki ætla að valda mér vonbrigðum þegar Pauleta skoraði mark á 4 mínútu fyrir Portúgala.
Portúgalar fengu mörg færi eftir þetta en nýttu engin og endaði leikurinn því 1 - 0 fyrir portúgölum.
Ronaldo fannst mér spila illa í leiknum hann var frekar eigingjarn og hann datt alveg ótrúlega oft í jörðina.

Portúgal og Mexíkó eru því bæði með 3 stig og þess vegna bæði í fyrsta sæti.
Angóla og Íran eru svo neðst án stiga.


Tékkland – Bandaríkin
Þessi leikur var frábær af hálfu Tékka en fyrir leikinn bjóst ég við jöfnum stórleik þar sem að bæði lið eru ofarlega á heimslista FIFA, en svo kom ekki á daginn því að eftir aðeins 5 mínútur skoraði Koller með skalla og Tékkar því komnir 1-0 yfir, svo skoraði maður leiksins Rosicky næsta mark og var það alveg stórglæsilegt!!!
Hans þáttur var samt ekki búinn í þessum leik því að hann skoraði einnig næsta mark þegar að hann komst einn á móti markmanni og svo munaði litlu að hann tæki þrennuna þegar að hann skaut í slá af löngu færi.
Það var ekki sjónarsvipur á Bandaríkjamönnum og það næsta sem þeir komust því að skora var í stöðunni 1-0 þegar Reyna skaut í stöng.

Ítalía - GhanaÍ þessum leik eins í Portúgalaleiknum bjóst ég við bursti en enn og aftur hafði ég þar rangt fyrir mér því að Ítalar skoruðu fyrsta mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og var þar Pirlo að verki og má bæta því við að það mark var stórglæsilegt sko!!
Eins í leiknum hjá Portúgölum þá óðu Ítalar í færum en ætluðu þeir aldrei að skora, sem dæmi má nefna um það þá skutu þeir í slá voru oft komnir einir á móti markmanni og fleira en að lokum þá náða þeir að kreista út eitt mark og gerði varamaðurinn Iaquinta eftir mistök hjá varnarmanni.

Tékkar og Ítalar byrjuðu því betur en Bandaríkin og Ghana og eru þau fyrrnefndu með 3 stig en þau síðarnefndu eru ekki með stig.

Ástralía – Japan
Þessi leikur var alveg gífurlega ótrúlegur og spennandi, Japan byrjaði á því að skora á 23 mínútu og voru því 1-0 yfir í hálfleik.
Ástralar voru staðráðnir í því að jafna leikinn og það gerðist svo seint í seinni hálfleik þegar Tim Cahill skoraði mörk eftir hornspyrnu þar sem að markvörður Japana hafði gert þau mistök að fara langt út úr markinu á átt að boltanum.
Japanar tóku þá við sér og sóttu en bar það lítinn árangur.
Tim Cahill skoraði svo annað mark sitt með góðu utanteigarskoti sem fór uppi í vinstra hornið.
Ástralar skoruðu svo 3 markið sitt undir lokin og endaði leikurinn því með 3-1 sigri Ástralíu.

Brasilía – Króatía
Fyrir þennan leik bjóst ég að sjálfsögðu við miklu frá Brasilíu mönnum þar sem að þeir eru heimsmeistarar og svona.
Leikurinn var frekar skemmtilegur þrátt fyrir markaleysi en það var stórskemmtilegt að sjá að Brasilíumenn tóku næstum skot hvar sem er á vallarhelmingi Króata og voru þeir frekar nálægt því að skora 2 eða 3 og var því kominn tími á það þegar að Kaká skoraði loksins undir lok fyrri hálfleiks með frábæru skoti.
Leikurinn var mun jafnari í seinni hálfleik og voru Króatar nokkrum sinnum nálægt því að skora en þeir bara skutu alltaf beint á Dida markvörð Brasilíumanna.
Leikurinn endaði 1 – 0 fyrir Brasilíu mönnum en hann var engan veginn sannfærandi þrátt fyrir nokkrar góðar rispur hjá Brasilíu.

Brasilía og Ástralía eru því efst með 3 stig í bili en Króatía og Japan eru bæði án stiga.

Tógó – Suður Kórea
Ég held að flestir geti verið sammála mér í því að Tógó hafi fyrirfram verið ólíklegri til þess að vinna þennan leik þar sem að Suður Kóreu mönnum gekk svo vel á síðasta HM þar sem að þeir komust í undanúrslit og þess vegna held ég líka að það hafi komið á óvart þegar að Tógó tóku forystuna eftir glæsilegt mark hjá Kadar.
Á 54 mínútu braut svo fyrirliði Tógó manna á sér rétt fyrir utan teig og fékk fyrir það rauða spjaldið og úr aukaspyrnunni sem dæmd var skoruðu Suður Kóreu menn mark og sá sem gerði það hefur nafnið Chun Soo Lee.
Kóreu menn tóku svo forystuna þegar að Juhn Hwan Ahn skoraði og leikurinn endaði svo 2 – 1.

Frakkland – SvissÞessi leikur voru sko bara vonbrigði ef að ég tala fyrir hönd frakka en ég held hinsvegar að Svisslendingar séu mjög ánægðir með sína menn.
Ekkert mark var skorað en bæði lið voru í nokkur skipti nálægt því að skora t.d. þegar aukaspyrna svisslendinga enti í stönginni og þegar sókn frakka enti á því að skot var tekið sem fór rétt framhjá stönginni.
Leikurinn fór 0 – 0

Í G riðli er staðan því þannig að Suður Kórea er á toppnum með 3 stig, Frakkland og Sviss eru í 2 og 3 sæti með 1 stig og Tógó situr á botninum án stiga.

Spánn – Úkraína
Þessi leikur var skemmtun frá upphafi til enda en ég verð að segja að eins og í Tékkaleiknum þá bjóst ég við mikilli spennu og jöfnum leik en svo fór ekki því að Spánverjar algerlega burstuðu Shevchenko og félaga 4-0!!!
Fyrsta markið kom eftir að Sena hafði átt glæsilegt skot sem að markvörður Úkraínumanna hafi blakað yfir markið í horn.
Hornið var tekið og endaði sú inní sending á hausnum á Xavi sem skallaði hann í markið, en ég vill kenna manninum hjá Úkraínu sem var að dekka stöngina því að ef að hann hefði verið vakandi þá hefði hann léttilega getað verið þetta skot!
Spánverjar fengu svo aukaspyrnu sem að Villa tók en sú aukaspyrna fór í markið eftir viðkomu í varnarmanni og má segja að markið hefði verið örlítil heppni en verðskuldað.
Staðan var 2-0 í hálfleik og Spánverjar héldu uppteknum hætti í þeim síðari því að Spánverja fengu vítaspyrnu eftir að Torres hafði komist inn fyrir vörnina en varnarmaðurinn náði honum og braut á honum og fékk rautt, ég var sammála Dómaranum í því að dæma víti en ekki þetta með rauða spjaldið.
Villa skoraði úr vítinu og var því kominn með 2 mörk.
4 markið var samt glæsilegast þar sem Puyol varnarmaður Barcelona náði boltanum á miðjunni þvældi einn fór í gegnum 1 eða 2 þríhyrningsspil og senti svo á Torres sem kom á ferðinni og negldi boltanum í markið!!
S.s. Glæsilegur leikur hjá Spáni og eru þeir ásamt Tékklandi þær þjóðir sem hafa valdið minnstum vonbrigðum hingað til.

Sádi Arabía – TúnisÞessi leikur var gífurlega spennandi fannst mér og Túnismenn voru fyrri til að skora en það gerðu þeir á 23 mínútu þegar að þeir fengu hornspyrnu sem endaði hjá Jaziri og hann stökk upp og skaut í boltann á hlið og skoraði glæsilegt mark og staðan því 1-0 fyrir Túnis í hálfleik.
Sádar ætluðu hinsvegar ekki að gefast upp því að þeir jöfnuðu á 54 mínútu og þegar að 8 mínútur voru eftir tóku þeir forystuna.
Lokamínúturnar voru geysispennandi en það endaði þannig að Túnis menn jöfnuðu þegar komið var í uppbótartíma.

Í H riðli er staðan svo eftirfarandi, Spánn í 1 sæti með 3 stig, Túnis og Sádi Arabía bæði með 1 stig hvort og Úkraína er á botninum með ekkert stig.



En nú er svo komið að okkar keppni eða getraunakeppninni þar sem að þið gerðuð 8 liða lista yfir þau lið sem að þið hélduð að ættu eftir að ganga best á HM.

Hérna ætla ég svo að láta þetta gossa ;)

Í fyrsta sæti eftir fyrstu umferð með fullt hús stiga eða 36 stig er gurkan *klapp, klapp*


Það voru svo þrír keppendur sem fygldu á eftir og allir með 35 stig!
Skipa eftirfarandi keppendur 2 til 4 sæti, toejam, illA og sverrirf.

En hér kemur listinn í heild sinni.




gurkan…….36
toejam…….35
sverrirf…..35
illA………35
ztErnOx……34
Tinsi……..34
blondie2004..34
Sporti…….33
adamthor…..33
TheGreatOne…32
neonballroom.32
HaFFi22…….32
piss………32
laruss…….31
purki……..31
pala…….31
cip……….31
Lalli2…….30
Arsenal11….29
pesimanni….28
MajorPayne…28
Addorio……28
savinn…….28
KERSLAKE…..26
Snjolfurinn..25
Joi112…….11


S.s. glæsileg frammistaða hjá ykkur öllum og ég er mjög ánægður með þessa frábæru þáttöku þar sem að HM er nú bara 4 hvert ár ;)


En munið nú að þetta er nú bara leikur og að þetta er nú bara 1 umferð það er mikið eftir og það eiga enn allir jafn mikla möguleika á að vinna keppnina.

Ástarkv. Huy