Reyndar er lífræn ræktun ekki vandamálið, frekar lausnin. Sjálfbær ræktun er nauðsynleg til frambúðar, því þótt hún gefi minna af sér fyrir nánast sömu gæði matar er hún ekki háð utanaðkomandi auðlindum á borð við fosfór, sem nú til dags er numinn úr jörðu til áburðarframleiðslu, hvergi nærri ótæmandi auðlind. Það væri nær lagi að kenna Afríku að sjá um sig sjálf, frekar en að hafa hana háða vesturlöndum um matarskömmtun.