Jamm, það væri ekki verra að miða við landsframleiðslu. Landsframleiðsla Íslands nam árið 2008 annað hvort 11,5-12,5 eða 16,5-19,0 Gígadollurum (fyrra gildið er leiðrétt fyrir kaupmátt). Landsframleiðsla BNA nam um 14,2 Teradollurum á sama tíma. (Sbr. lista IMF, IBRD & CIA.) Skuldir þjóðanna samkvæmt ofarnefndum lista nema 3,257 Gígadollurum í tilfelli Íslands og 568,8 Gígadollurum í tilfelli BNA. Ef við segjum að landsframleiðsla Íslands nemi ~15G$ og BNA 14T$ tæki afborgunin tvo mánuði og...