Þetta ætti kannski heldur heima á /visindi en þar sem fyrri þráðurinn um málefnið var staddur hér fannst mér þessi staður ágætur.

Sá algengi misskilningur ríkir að þegar maður ferðast á ljóshraða sé tíminn hjá manni kyrrstæður. Á slíku fyrirkomulagi eru allnokkrir gallar og skal ég því útlista raunverulegar forspár afstæðiskenninga Einsteins hér í sem stystu máli, svo áhugasamir geti pælt í hlutunum á almennilegum forsendum.

1. Maður getur aldrei fullyrt að maður sjálfur sé á hreyfingu óháð einhverjum viðmiðunarpunkti, m.ö.o. það er hvergi einhver “núllpunktur” heimsins sem maður getur miðað við.

2. Hraðinn milli hvaða tveggja hluta sem vera vill getur aldrei numið meira en ljóshraða. Því nær sem sá hraði kemst ljóshraða, því erfiðara verður að bæta við hann.

3. Af þessu má (með smá stærðfræði) leiða að því nær sem hraði hlutar miðað við mann sjálfan kemst ljóshraða, því hægar finnst manni hraðinn hjá hinum líða. (Þ.e., væri hluturinn klukka sæi maður hana ganga hægar og hægar eftir því sem hraðinn jykist.) Þetta eru einungis dylgjur eðlisfræðinnar og ekki raunveruleg breyting á líðan tímans hjá hlutnum, þar sem honum fyndist það sama um mann sjálfan (því það má jú allt eins snúa dæminu við og segja að maður sjálfur sé að fjarlægjast hlutinn, ergo afstæðiskenningin).

4. Þegar hlutur verður fyrir hröðun (hvort sem hún er þyngdarhröðun eða önnur hröðun) líður tíminn hægar hjá honum. Þetta er algilt og ekki háð hraða eða staðsetningu áhorfandans. (Til gamans má geta að frjálst fall er óaðgreinanlegt frá algeru hröðunarleysi; fjarveru þyngdarsviðs.)

Það er vegna skorts á þekkingu um fjórða atriðið sem afaþversögnin svokallaða er sprottin. Alla vega, skemmtið ykkur með pælingar um þetta, þær eru ágætir heilabrjótar.