Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Ástandið á Gaza (21 álit)

í Deiglan fyrir 15 árum, 3 mánuðum
http://www.liveleak.com/mp.swf?config=http://www.liveleak.com/flash_config.php?token=3b3_1230864719%26embed=1

Einnar-rafeindar heimurinn (17 álit)

í Vísindi fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Er bara ein rafeind í heiminum? http://en.wikipedia.org/wiki/One-electron_universe Líklega ekki, þetta er þó með áhugaverðari kenningum sem ég hef séð lengi.

Ísrael gerir innrás af landi & úr lofti í Gaza (138 álit)

í Deiglan fyrir 15 árum, 3 mánuðum
http://news.google.com/?ncl=1286705204&hl=en&topic=h Byrja þeir aftur. Tsk.

Um sveigju rúmtímans (54 álit)

í Geimvísindi fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Fyrir tæplega tveimur árum var í sýnilegri örvinglun skrifuð grein hér á áhugamálinu um sveigju rúmtímans. Efa var lýst um geðrænt heilbrigði vísindamanna að trúa slíku bulli. Ég hyggst ráða hér bót á máli og skýra eins einfaldlega og ég get hvernig slík sveigja virkar, hvers vegna okkur finnst hún illskiljanleg og síðast en ekki síst hvað hún felur í sér. Massi sveigir rúmtíma Þetta er grundvallaratriðið (id est teh shizzle) sem Einstein lýsti í almennu afstæðiskenningunni sinni, líklega...

Tungutorg (0 álit)

í Tungumál fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ég sé að Tungutorg.is er ekki skráð í þýðingarvélarnar hér fyrir neðan. Það er heldur gagnslaust, þó ágæt afþreying á löngu vetrarsíðdegi. Prófið t.d. að þýða enskan texta í íslensku og láta Röggu á http://www.vefthulan.is/ lesa hann. (Lagatextar geta verið skemmtilegir.) Ef einhver er fimur í FruityLoops (eða álíka forriti) væri gaman að sjá listilegan lestur Röggu spilaðan í takt við upprunalega lagið.

Öreindafræði - 2. þáttur - Ljóseindin (12 álit)

í Vísindi fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Í greinaflokknum stikla ég á stóru í sögu fræða öreindanna. Mér gefst ekki rúm til að gera grein fyrir öllu eða öllum, því læt ég mér nægja að taka fram þá hluta sögunnar sem mér þykja mestu skipta eða varpa bestu ljósi á fræðin. Við tökum nú stökk aftur frá síðasta þætti, aftur til aldamótanna árið 1900. Eðlisfræðingar áttu í sérstökum vandræðum með að skilja ljós á þessum tíma. Löngum hafði bylgjukenning ljóss verið viðtekin, að ljós væri (líkt og hljóð) gefið út í bylgjum. Vandamálið við...

Vísindalega umorðað (23 álit)

í Vísindi fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ástæðan fyrir Miklahvelli er Guð. Ástæðan fyrir Miklahvelli er óþekkt. Þróun er ekki sönnuð. Hún er kenning. Afstæði er ekki sannað. Það er kenning. Tilvist Guðs hefur ekki verið afsönnuð. Hann hlýtur að vera til. Tilvist einhyrninga hefur ekki verið afsönnuð. Þeir eru líklega ekki til.

Einhverjar styttingar (13 álit)

í Tungumál fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Þegar orð á borð við “eitthvað” eru stytt er stuðst við fyrsta og síðasta staf orðsins, ekki fyrstu stafi orðhlutanna. Með því væri erfiðara að greina á milli þeirra, enda byggja flest á myndum “eitt” og “hvað”. Til dæmis eitthvað...e-ð einhver....e-r einhvers...e-sen aldrei e-h, enda eru engin íslensk orð sem enda á h.

Öreindafræði - 1. þáttur - Frumeindin (7 álit)

í Vísindi fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Í greinaflokknum stikla ég á stóru í sögu fræða öreindanna. Mér gefst ekki rúm til að gera grein fyrir öllu eða öllum, því læt ég mér nægja að taka fram þá hluta sögunnar sem mér þykja mestu skipta eða varpa bestu ljósi á fræðin. Hugmyndin um óskiptanlega grunneiningu efnis hefur verið til frá örófi alda. Glöggir eftirlifendur grunnskólamenntunar muna kannski eftir Demókrítos, gríska heimspekingnum, sem þremur öldum f. Kr. hélt því fram að efni væri úr því sem hann kallaði atom, sett saman...

Um kostnað vanþekkingar á vísindum (148 álit)

í Vísindi fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Fólk kann vel að væla. Allir geta vælt yfir öllu, alltaf og alls staðar. Það er einn af hæfileikum krúttkynslóðarinnar; að geta kvartað yfir rétt um það bil öllu. “Kreppan” gaf öllum tækifæri til að væla vel og vandlega, fólk hefur talað um afturvarp Íslands til steinaldar. Það sem fólk áttar sig ekki á er að aðstaða okkar nú er varla það sem kalla má vandamál. Tengingarleysi fólks við hluti sem skipta máli, vísindum sögunnar, jarðarinnar og heimsins eru gerð svo slæm skil í hugum...

Um muninn á trú og vísindum (74 álit)

í Dulspeki fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Þetta er í rauninni svo sjálfsagt að þetta þarf varla að taka fram. Engu að síður, þar sem hið sjálfsagða er svo sjaldan sagt á það það til að gleymast. Því ætla ég hér að taka fram hver munurinn er á vísindum og trú, benda á hvers vegna vísindi eru ekki trú og öfugt, hvers vegna vísindin munu ávallt bera höfuð og herðar yfir trú og hvers vegna við ættum aldrei að reiða okkur á trú sem grundvöll lífsins umfram vísindi. Vísindi Vísindin eru ekki einhver myrk öfl sem vinna að því að úthýsa...

"Hið yfirnáttúrulega" bull (10 álit)

í Dulspeki fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Kenningin sem margt fólk asnast til að trúa er að maður geti nýtt sér “yfirnáttúrulega” orku, orku annars heims, til að framkvæma hluti eins og að beygja skeiðar, búa til demanta úr gulli eða lyfta stólum. En ef þessi orka er “yfirnáttúruleg,” hvernig getur hún þá haft áhrif á hið náttúrulega? Þá er hún orðin náttúruleg. Galdrabrögð styðjast við náttúrulega orku, sömuleiðis skeiðasveigjur og álíka ódýrar brellur. Og ef þessi indverski fakír gat breytt gulli í demanta, hvers vegna bjargaði...

Vikunnar? (6 álit)

í Vísindi fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Síðasti vísundur “vikunnar” er frá 15. janúar. Vantar uppfærslu?

Hvað gerir hitastigið? (5 álit)

í Tungumál fyrir 16 árum, 9 mánuðum
“Trúir þú að hitastig á Jörðinni sé að gerast af mannavöldum?”

Um skítalykt (90 álit)

í Deiglan fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Lögreglan Saving Iceland hefur upp á síðkastið haldið fjölda ráðstefna, kynningarfunda, mótmælaganga og annarra atburða til að vekja athygli á þeim framkvæmdum sem ríkisstjórnin telur nauðsynlegar fyrir Ísland. Lögreglan hefur brugðist hart við og beitt einkar sniðugum aðferðum við að gera málsstað þeirra ótrúverðugan. Því er haldið fram að fólkið hafi látið ófriðlega og það rökstutt með handtökum. Ef einhver var handtekinn, þá hefur hann jú verið að gera eitthvað ólöglegt, ekki satt?...

Málfarið (4 álit)

í Tungumál fyrir 16 árum, 9 mánuðum
“En málið er það að þér fara til hvors annara og það er eins og þér eru að slást svo heirist svona hjólð í þeim einhvern vegin tístur” “En þegar ég feik firsta hamsturin” “að látta nýjasta hamturin fara” “mér vantar” “ánn þess” “Kauptiru”

Hver er pælingin!? (2 álit)

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Ég er að heiman, á notandasvæði í tölvu án kerfisstjóraréttinda. Ég þarf að “afpakka” rar skrá, en get ekki sett upp forrit. Ég fann á netinu Universal Extractor, afþjöppunarforrit sem ekki þarf að setja upp. En getiði hvað: Það er pakkað í rar skrá!?

Um Holtavirkjun og hamstrahjól (30 álit)

í Vísindi fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Holtavirkjun Holtavirkjun er önnur af 3 nýjum áætluðum virkjunum í Þjórsá. Tveir hverflar munu samtals gefa frá sér 50 megawött undan 310 rúmmetrum vatns á sekúndu sem falla úr 18 metra hæð. Til að þessi virkjun verði að veruleika þarf 24 metra djúpt og 4.5 ferkílómetra stórt lón, sem setur undir vatn 400 fuglapara varpland, Búðafoss og Hestafoss. En eru til aðrar leiðir? Hamstrahjól Á Íslandi eru um 80,000 hestar. Eitt hestafl er 746 wött, og því er samanlagt afl hestanna 59.68 megawött....

Stutt um Flóafund (3 álit)

í Deiglan fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Kunningi minn var á fundinum. Skildist að fólk hafi flissað að loforðalista Landsvirkjunar og nánast einróma mælt á móti virkjanaframkvæmdum.

Um hótanir Landsvirkjunar (6 álit)

í Deiglan fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Allir sem heyra vilja hafa nú heyrt af skyndilegri skoðanabreytingu sveitarstjórnar Flóahrepps eftir fund með Landsvirkjun 16. júní. Margs kyns samsæriskenningar hafa þróast í kringum þetta mál síðan. Fyrir þá sem ekki vita um hvað málið fjallar, þá hafði sveitarstjórn Flóahrepps samþykkt drög að aðalskipulagi 13. júní síðastliðinn þar sem ekki var gert ráð fyrir Urriðafossvirkjun, þ. e. a. s. virkjun í Þjórsá þar sem Urriðafoss yrði þurrkaður upp. Landsvirkjun rauk upp til handa og fóta og...

Varðandi forsíðukönnun (úr) (24 álit)

í Tilveran fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Gengurðu með úr reglulega? Já: 27% Nei: 73% Fjöldi atkvæða: 478 Líklega eru langflestir sem svöruðu þessari könnun á táningsaldri og þar af leiðandi ganga þeir ekki með úr á handleggnum. Þessi könnun skilgreinir þó ekki af hvernig gerð úrið skuli vera. Táningar ganga yfirleitt um með farsíma í vasanum og í þeim er jú innbyggð klukka. Þetta lýsir því skammsýni og hugsunarleysi ungdóms nú til dags og er til merkis um slæm áhrif og ofdekrun næstyngstu kynslóðarinnar. Því krefst ég þess að...

Um málfar, fingralengd og alnetið (60 álit)

í Tungumál fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Bloggsíður og íslenska eru erkióvinir. Bloggsíðurnar eru að vinna. Þegar venjulegur unglingur sest við tölvuna og skráir sig á bloggsíðuna sína, reiðubúinn með safaríka sögu um hversu ofurölvaður hann var um helgina, er eins og sagan yfirtaki málfræðistöðvar heilans. (Forritarar kannast við þetta sem buffer overflow.) Einfaldir hlutir eins og fallbeyging verða skyndilega óviðáðanleg viðfangsefni. Í einu skiptin sem unglingar nota hástafi nota þeir þá vitlaust. Nokkrar setningar af...

Um hreinskilni (46 álit)

í Heimspeki fyrir 17 árum
Af (marg)gefnu tilefni fannst mér ég knúinn til að útlista og gera grein fyrir kostum hinnar vandmeðförnu hreinskilni. Skortur á hreinskilni Fólk nú til dags er oft ekki móttækilegt fyrir hreinskilni. Þegar maður er spurður “hvað segirðu?” þá svarar maður, eins og í trans, “allt gott”. Þegar kokkur spyr mann hvernig maturinn hans bragðaðist svarar maður oftast “bara vel”. Þetta gagnast vitanlega ekki nokkrum manni. Fólk spyr mann að einhverju til að fá álit manns, ef svo er ekki þá eru...

Um áreiðanleika Alcan (18 álit)

í Deiglan fyrir 17 árum, 1 mánuði
Alcan hefur verið duglegt við að koma á framfæri sínum sjónarmiðum og áróðri. Ég ætla hér að benda á nokkra vankanta sem hafa verið á þeim áróðri, af mörgu er að taka. Heilsíðuauglýsing Alcan í Morgunblaðinu Alcan hélt því fram að hagnaður Hafnarfjarðar af stækkuðu álveri yrði 800 milljónir á ári. Alcan gleymdi að reikna kostnað Hafnarfjarðar með. Hafnarfjörður mun að sjálfsögðu ekki aðeins græða á álverinu. Alcan segist miða við skýrslu hagfræðideildar HÍ, en þar er tekið fram að hagnaður...

Um afsakanir (27 álit)

í Heimspeki fyrir 17 árum, 1 mánuði
Stolt er fólki mikilvægt. Stolt er eitthvað sem maður getur alltaf haft og búið til úr engu, þótt hægt sé að brjóta það niður. Stolt getur aukið virðingu annarra fyrir manni, þótt of mikið af því geti leitt til hins gagnstæða. Varnargarður stoltsins Hluti af þessu stolti er að láta ekki finna bilbug á sér. Maður á að vera rammger kastali. Sé eitt gat eru allar varnir til einskis. Ef sök fellur á okkur á grípum við því til afsakana. Afsakanir eru eins og tappi í gatið. Þær veita okkur þá...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok