Holtavirkjun
Holtavirkjun er önnur af 3 nýjum áætluðum virkjunum í Þjórsá. Tveir hverflar munu samtals gefa frá sér 50 megawött undan 310 rúmmetrum vatns á sekúndu sem falla úr 18 metra hæð. Til að þessi virkjun verði að veruleika þarf 24 metra djúpt og 4.5 ferkílómetra stórt lón, sem setur undir vatn 400 fuglapara varpland, Búðafoss og Hestafoss. En eru til aðrar leiðir?

Hamstrahjól
Á Íslandi eru um 80,000 hestar. Eitt hestafl er 746 wött, og því er samanlagt afl hestanna 59.68 megawött. Hægt væri að smíða 2 stór hamstrahjól úr koltrefjaefni og deila hestunum á þau. Að því gefnu að hver hestur í hjörð taki um 2 fermetra og þeir þekji 20% innanverðs hjólsins væri mögulegt að hafa hvort hjólið 250 metra á breidd og 510 metra í þvermál. Álbræðslan yrði starfrækt á daginn og hestarnir fengju hvíld að nóttu til. Landið sem fór ekki undir lón yrði gert að túni og þar fengju hestarnir að bíta í frístundum sínum. Hjólið væri jafnvel hægt að hafa á nokkrum hæðum og koma þannig öllum hestunum fyrir í einu hjóli. Hægt væri að festa nokkra klefa utan á það og selja aðgang að heimsins stærsta parísarhjóli. Ef 100 manns kæmu í hjólið á dag og miðinn kostaði 2000 krónur, og ef miðað er við að megawattstundin er seld á 15 dali og hestarnir hlaupi 10 tíma á dag, yrði gróðinn á dag um 657,500 krónur. Það gera um 19.7 milljónir á mánuði.

Hjólhestar
Til verkefnisins þyrfti að sjálfsögðu að rækta upp mikinn fjölda hesta, en það væri hægt að byrja með einn hverfil og bæta við eftir því sem vinsældir parísarhjólsins aukast og hestarnir fjölga sér. Það verður að hafa í huga að hjólið yrði 510 metrar í þvermál: Eiffelturninn er einungis 324.

Framtíðin er núna
Kínamúr Íslands er við sjóndeildarhringinn: við höfum allt sem til þarf, eða að minnsta kosti allt sem þarf til þess sem til þarf. Og við þurfum að flýta okkur: til að fá einkaleyfi þarf frumgerð.

Með von um að Íslendingar standi við bakið á framkvæmdinni.

Heimildir
http://thjorsa.is
http://en.wikipedia.org/wiki/Icelandic_Horse
http://www.eoe.is/gamalt/2006/06/07/18.32.53/