Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Engifer
Engifer Notandi síðan fyrir 14 árum, 10 mánuðum 30 ára kvenmaður
1.024 stig Sambandsstaða: Ekki á lausu
Hefur áhuga á: Körlum

Ekki prósi en samt (0 álit)

í Ljóð fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Þau sátu tvö, hlið við hlið, við strendur fjarlægs lands, óralangt í burtu í tíma og rúmi. Langt frá skammdeginu sem umlykur hinn mannlega heim horfðu þau á sólsetrið saman. Himininn var ofinn úr loforðum sem ekkert skyldi granda þó sólarroðinn viki fyrir stjörnunum því hvert ljós himinsins var endurskin augna þeirra. Kuldi hafdýpisins, botnlausa og dimma, var fjarlægur, sjávarflöturinn sléttur og rúbínrauður, ekki bærðist hár á höfði. Öldurnar teygðu sig til þeirra en hörfuðu jafnskjótt...

Atlas (1 álit)

í Ljóð fyrir 12 árum, 11 mánuðum
Sitjandi á bekknum horfi ég á þau ganga heim saman. Mig svíður undan því sem þau hafa, því sem var tekið frá mér. Þú leggur handlegginn á öxl mína huggandi. Djúpar sprungur myndast á himninum, hann brotnar upp. Þú grípur brot er stefnir beint á mig. Þú ert stoðin undir himninum, þú verndar mig. Við göngum saman undir regnhlífinni þinni, sama hvernig viðrar Ljúfir tónar fylla lífið, tónlist er ástríða þín. Bros þitt og hlátur halda skuggunum frá. — Fyrir hruni himinsins gastu skýlt mér en...

Haustlitir (0 álit)

í Ljóð fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Haustvindar strjúka mér um vangann á göngu minni niður þröngt strætið. Ég vef treflinum þéttar um hálsinn. Húsin víkja á endanum og ég geng í gegn um garð nokkurn. Plönturnar glampa í litum haustsins. Fegurðin. Hennar ríki er yfirborð veraldarinnar. Dýrð laufanna er tjáningarform dauðans. Kuldinn bítur mig. Hann nagar mig innan frá. Myrkur vetrarríkis nálgast. Tíminn hægir á sér þegar dimmir. Seigfljótandi eins og svört tjara vetrarnæturinnar. Veröldin verður smám saman svarthvít. Veturinn...

Bókmennta- og kartöflubökufélagið (2 álit)

í Bækur fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Bókmennta- og kartöflubökufélagið (e. The Guernsey Literary and Potato Peel Pie Society) er fyrsta og eina bók Mary Ann Shaffer. Shaffer lést áður en hún lauk við bókina en að beiðni hennar lauk frænka Shaffer, Annie Barrows, við bókina. Bókin er skrifuð í formi bréfa og gerist árið 1946. Juliet Ashton er ungur rithöfundur í leit að efni í bók þegar hún fær bréf frá ókunnugum manni. Maðurinn er enginn annar en formaður Bókmennta- og kartöflubökufélagsins í Guernsey og hefur fyrir tilviljun...

Þrettánda sagan (0 álit)

í Bækur fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Þrettánda sagan, er út kom 2006, er fyrsta bók höfundarins Diane Setterfiled. Bókin er skáldsaga, skrifuð í gotneskum og fremur myrkum stíl. Hún er innblásin af bókum á borð við Jane Eyre eftir Charlotte Brontë og Fýkur yfir hæðir (e. Wuthering Heights) eftir Emily Brontë. Margaret Lea er ungur og óreyndur ævisöguritari. Einn daginn hefur frægur rithöfundur, Vida Winter, samband við hana, og vill að hún skrifi ævisögu sína. Vida Winter er leyndardómsfull kona. Árum saman hafa ýmsir reynt að...

Okkar eigin veröld - prósi (4 álit)

í Ljóð fyrir 13 árum, 9 mánuðum
Við svífum um. Sólin glampar á spegilsléttu hafinu fyrir neðan okkur og mildur blærinn leikur sér að lokki úr hári mínu. Ég lít brosandi til hans, virði fyrir mér andlitið. Það er unglegt en ber þó greinileg merki fortíðarinnar. Hann ber örin vel. Hér er hann konungur heimsins og ég drottning hans. Hér haga stjörnur og sól gangi sínum eftir glampa augna okkar. Hingað komum við saman, leitum hælis frá heiminum. Vindar himinsins bera okkur hvert sem hjartað óskar. Ekkert getur skaðað okkur....

Nafnlaust (0 álit)

í Ljóð fyrir 13 árum, 9 mánuðum
Öldurnar bera þig aftur til mín, kristaltærar og syngjandi. Storminum er lokið, allt er kyrrt á ný. Óendanlegt hafið strýkur fjörunni blíðlega, rósroði hverfandi sólar litar himininn hlýjum tónum á ný. Kuldinn víkur, hægt og hægt. Ég legg hendurnar létt á vanga þína, strýk fingrunum laust yfir kinnbeinin. Smám saman færist roði í andlit þitt á ný. Þú sefur. Draumar þínir setja mark sitt á ásjónu þína. Þig dreymir storminn. Þig dreymir kuldann og regnið, þig dreymir einsemdina. Því er lokið....

Ljóð til systur (0 álit)

í Ljóð fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Að vísu ekki til systur minnar, heldur til systur vinar míns, sagt frá hans sjónarhorni til hennar. Segðu mér systir, ertu veik? Augu þín gljá af hita. Hví ertu orðin blá og bleik, hví svitnarðu köldum svita? Aldrei ég systkinatraustið sveik. … Er eitthvað sem ég þarf að vita?

Bókaormur mánaðarins - maí (16 álit)

í Bækur fyrir 13 árum, 11 mánuðum
1. Huganafn: Lilikoi 2. Aldur: 16 ára 3. Kyn: Kvenkyns 4. Atvinna/Nám: Grunnskólanemi og umsjónarmaður með barnastarfi í kirkjunni. 5. Fjöldi stiga á /bækur: 122 6. Hvers konar bækur lestu helst? Fantasíubókmenntir, rómantískar bækur og ljóðabækur. 7. Uppáhaldsbók/bækur: Þær eru allt of margar til að telja upp en meðal þeirra eru bækur eins og Svartar fjaðrir og Hringadróttinssaga. 8. Uppáhaldshöfundur: Mjög margir. 9. Hvað ertu að lesa í augnablikinu? Íslandsklukkuna þegar ég hef tíma, en...

Bjargarlaus (7 álit)

í Ljóð fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Ég get ekki farið til baka. Það er of seint. Þú mátt ekki neyða mig til þess. Það er sárt, að rifja upp. Það sem er gert, er gert. Mér blæðir enn. Ég græt og ég öskra. Ég elska hann enn. En ég skal vera þín. Ef þú hjálpar mér að gleyma. Ekki meiða mig. Ég er bjargarlaus. Verndaðu mig fyrir illsku heimsins.

Breyting (1 álit)

í Ljóð fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Ég er hætt að hafa mánaðarlegt þema, enginn hefur áhuga á þessu. Í staðinn ætla ég einfaldlega að senda inn mín eigin ljóð þegar ég sem eitthvað birtingarvert, svipað og flestir aðrir sem hafa svona dálk gera. Kærar þakkir til þeirra fáu sem tóku þátt.

Bókaormur mánaðarins (0 álit)

í Bækur fyrir 14 árum
Bókaormur mánaðarins er nú virkur á ný, hafið samband við mig til að sækja um. Nánari upplýsingar, sem og listi með spurningum hér

Nýtt þema (0 álit)

í Ljóð fyrir 14 árum
Afsakið seinkunina sem varð á því að starta nýju þema en betra er seint en aldrei, ekki satt? =) Ef þið aftur á móti eruð virkilega pirruð út í mig er þema þessa mánaðar eitthvað fyrir ykkur; Útrás fyrir neikvæðar tilfinningar með ljóðrænum hætti Þetta segir sig nokkurn veginn sjálft =) Ég mun senda mitt framlag inn þegar ég hef samið eitthvað frambærilegt.

Ferðalangur mánaðarins - apríl (11 álit)

í Ferðalög fyrir 14 árum
1. Nafn á Huga.is: Lilikoi 2. Aldur: 16 ára 3. Kyn: Kvenkyns 4. Atvinna / Nám: Grunnskólanemi og sé auk þess um barnastarf í kirkjunni. 5. Hvað varstu gamall/gömul þegar þú fórst fyrst til útlanda? Ég fór til hollands þegar ég var um það bil þriggja mánaða. 6. Til hvaða landa hefurðu farið og hve oft? Ég hef farið til Englands nokkrum sinnum, (á fjölskyldu þar) Spánar oftar en ég get talið, enda bjó ég þar einu sinni og fer við hvert tækifæri sem gefst, tvisvar eða þrisvar hef ég skroppið...

Frá nafnlausum notanda (5 álit)

í Ljóð fyrir 14 árum, 1 mánuði
Ég hélt að hann væri öðruvísi. Hinn, hinn og hinn brenndu tilveru mína til grunna aftur og aftur en hann ætlaði að græða sárin á sálu minni. Ég treysti honum. Hver voru laun mín fyrir það? Ég hélt hann ljósið í myrkrinu sem umlukt hefur anda minn allt frá blautu barnsbeini. Traustið er blekking, grein hins illa sem plantað var í sálu alls mannkyns til að brjóta það niður innanfrá, þar til grátur heimsins barna nístir allt niður í kjarna jarðar. Grátur minn er samofinn kvöl barnanna. Ég mátti...

Er verið að gleyma einhverju? (0 álit)

í Ljóð fyrir 14 árum, 1 mánuði
Góðan daginn, ljóðelskir hugarar (og aðrir hugarar) Örstutt tilkynning; Ég vil minna á þema þessa mánaðar, prósaljóð! Verið nú virk og takið þátt =) (og þetta á við um þig líka, Tyggigúmmí, þú lofaðir!)

Prósi - sollagulrot (8 álit)

í Ljóð fyrir 14 árum, 1 mánuði
Unninn út frá tveimur línum úr ljóði Vilborgar Dagbjartsdóttur, Ættjarðarást. Við höfðum verið að lóna dögum saman sá ekki til lands fyrir þokumollu Öldurnar sváfu í logninu. Þögnin var ærandi. Enginn mælti lengur orð af vörum nema ekki væri hjá því komist, og var honum þá svarað í eins atkvæðis orði, eða alls engu. Sjálfum fannst mér ég ekki geta komið upp nokkru hljóði. Þokan fyllti lungu mín eins og sandur og sjávarsaltið sat fast í nösunum. Á morgun, á morgun. Heim. Það brakaði í...

Prósi - WorldDownfall (0 álit)

í Ljóð fyrir 14 árum, 1 mánuði
Myrkraverk sálarinnar er samspil margþættra tóna sem umlykja hugann í einni stórri synfóníu. Synfóníur eru svo margþættar, að eftir þátt myrkursins ætti jú að koma ljós. Hljómsveitarstjórinn skiptir svo mestu máli, til að stjórna þeim öflum sem takast á og mynda að lokum eitt heildarverk. Verkið stendur og fellur með sjálfu sér. Að dæma verkið er hlutverk hlustandans. - WorldDownfall (Ég tók mér það bessaleyfi að skipta þessu í línur, upp á að þægilegra sé að lesa það. Ef höfundur óskar get...

Prósaljóð (0 álit)

í Ljóð fyrir 14 árum, 1 mánuði
Þema marsmánaðar er prósaljóð =) Hvað er prósaljóð? Prósaljóð eru ljóð í lausu máli og svipar mjög til örsagna. Það er oft erfitt að greina hvað er prósaljóð og hvað ekki því þau eru algerlega laus við brageinkenni. - Það sem aðgreinir prósaljóð frá óhefðbundnum ljóðum er að þau eru ekki sett upp í ljóðlínur. - Það sem aðgreinir þau frá örsögum er ljóðræn tjáningin, orðavalið og myndnotkunin. Á morgun mun ég vonandi geta birt prósaljóð eftir sjálfa mig, mér því miður auðnast mér það ekki í...

Ljóð ungra hugara (2 álit)

í Ljóð fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Aðsend ljóð frá Violet og Tyrannosauruskex. Endilega haldið áfram að senda =) Violet: Fann þetta ljóð þegar ég var að fara í gegnum tölvuna mína, vekur endalausan kjánahroll, litla ég að reyna að vera með djúpar pælingar. Er mér að dreyma? Hér sit ég heima Gæti mér verið að dreyma? Hugurinn heldur ekki Það er hann sem ég þekki Það er hann sem veit Og út um gluggan ég leit Aftur sit ég ein heima Og núna er mér að dreyma Banani í rútubíl Breytist allt í einu í fíl Ég vakna, klukkan sló Þetta...

Hugaskáld nær og fjær (6 álit)

í Ljóð fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Sæl og blessuð öllsömul Eins og sjá má hef ég tekið við starfi ‘öflugs penna’ á áhugamálinu /ljóð. Ég stefni á að hafa dálkinn frjálslegan og hafa til skiptis ljóð eftir fræg skáld og jafnvel umfjallanir um skáldin, ljóð eftir hugara og svo gæti verið að ég laumi jafnvel einu eða tveimur ljóðum eftir sjálfa mig inn á milli. Hver mánuður mun hafa sitt þema og mun ég birta efni sem undir það fellur vikulega. Þema febrúarmánaðar (eða þess sem eftir er af honum) verður gömul ljóð eftir hugara,...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok