Þema marsmánaðar er prósaljóð =)

Hvað er prósaljóð?

Prósaljóð eru ljóð í lausu máli og svipar mjög til örsagna.

Það er oft erfitt að greina hvað er prósaljóð og hvað ekki því þau eru algerlega laus við brageinkenni.

- Það sem aðgreinir prósaljóð frá óhefðbundnum ljóðum er að þau eru ekki sett upp í ljóðlínur.
- Það sem aðgreinir þau frá örsögum er ljóðræn tjáningin, orðavalið og myndnotkunin.


Á morgun mun ég vonandi geta birt prósaljóð eftir sjálfa mig, mér því miður auðnast mér það ekki í dag vegna ‘tæknilegra örðugleika.’
Endilega sendið mér ykkar ljóð, og þá helst í einkaskilaboðum. =)