1. Huganafn:
Lilikoi

2. Aldur:
16 ára

3. Kyn:
Kvenkyns

4. Atvinna/Nám:
Grunnskólanemi og umsjónarmaður með barnastarfi í kirkjunni.

5. Fjöldi stiga á /bækur:
122

6. Hvers konar bækur lestu helst?
Fantasíubókmenntir, rómantískar bækur og ljóðabækur.

7. Uppáhaldsbók/bækur:
Þær eru allt of margar til að telja upp en meðal þeirra eru bækur eins og Svartar fjaðrir og Hringadróttinssaga.

8. Uppáhaldshöfundur:
Mjög margir.

9. Hvað ertu að lesa í augnablikinu?
Íslandsklukkuna þegar ég hef tíma, en annars er ég aðallega að lesa undir lokaprófin.

10. Hvað lastu síðast?
Brisingr eftir Christopher Paolini

11. Hvað ætlarðu að lesa næst?
Ég ákveð það þegar þar að kemur.

12. Kaupirðu þér oft bækur?
Stundum, en svo fæ ég líka mjög oft gefins bækur. Fólk veit hvað ég les mikið.

13. Hvað lestu ca. margar bækur mánaðarlega?
Það er mjög misjafnt, en yfirleitt finnst mér ég lesa of fáar. Ég hef að mér finnst allt of lítinn tíma til að lesa.

14. Nýtirðu þér almenningsbókasöfn?
Ekki jafn mikið og ég vildi. Átti einu sinni bókasafnskort og fór stundum en svo rann það út og ég hef enn ekkert gert í því. Aftur á móti nýti ég mér skólabókasafnið talsvert.