Sammála. Ég get skilið að fólk kvarti yfir því ef verðið á verðmiðanum er vitlaust og vilji borga uppsett verð. En að kvarta yfir verðinu yfirleitt, og það við manneskju sem getur ekkert gert í því er asnalegt.
Tjah, ef þú notar þetta alltsaman, þá nei. Ég var einmitt að taka skápinn minn í gegn um daginn. Fáránlega erfitt að gefa/henda fötum þótt maður sé aldrei í þeim.
Þetta með hommaeyrað er bara rugl. Þú færð þér bara í þá nös sem þig langar til. Ég held að viðkvæm húð skipti ekki máli heldur, ég er líka með viðkvæma húð og það hefur ekki aftrað mér.
Tja, ég reyndi það einhverntímann. Leið illa í maganum og ætlaði bara að reyna að losna við það með því að æla. Svo gekk ekkert, það komu bara smá gag reflexes en ekkert meira.
Tja, ég reyndi það einhverntímann. Leið illa í maganum og ætlaði bara að reyna að losna við það með því að æla. Svo gekk ekkert, það komu bara smá gag reflexes en ekkert meira. Bætt við 17. maí 2008 - 11:07 Svaraði vitlausum, helvítis skrolltakki.
Já ok, haha. Reyni að halda mig frá þeim. Svo fyndið hvað svona fólk grípur mann gjörsamlega ef maður rétt lítur á básana. Ég horfði einhverntímann á stall með allskonar hringum á, fyrr en varði hafði konan sem sat þarna sett á mig þrjá hringa og talaði heilmikið við mig á bjagaðri ensku.
Ég hef oft suðað um göt og satt best að segja þá er í rauninni engin tækni til. Gott þó að hafa kynnt sér gatið áður en þú spyrð svo þú getir fullvisst foreldra þína um að þú vitir hvernig þú átt að sjá um það rétt. Ég var rétt í þessu að fá leyfi fyrir mínu naflagati, ég var búin að undirbúa mig fyrir svakalegar rökræður við pabba. En svo sagði hann bara já eftir langt andvarp, mig grunar að hann sé þreyttur á að reyna að tala mig af því að fá mér gat.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..