Úff, tough one. Upp til fimm ára aldurs hafði ég mjög stutt hár vegna þess að ég var lengi vel næstum sköllótt þegar ég var smábarn. Ég var með eldrautt hár og brjálaðar krullur. Ég þráði alltaf sítt hár og setti gjarnan viskustykki eða pils á hausinn til þess að ímynda mér að það væri sítt :') Í fyrsta bekk var hárið rétt komið fyrir neðan eyru, skipt í miðju án topps. Þegar hárið hafði vaxið niður að öxlum lét mamma halda því þannig í einhvern tíma. Ég hinsvegar vildi síðara hár. Ein...