Ég vildi bara láta ykkur vita af einu sem að ég var að komast að, svart henna tattoo inniheldur efni sem kallast p-phenylenediamine.
Þetta efni er svokallaður “sensitizer” (ég hefi ekki fundið gott íslenskt orð yfir þetta), þetta efni getur yfir langann tíma valdið heiftarlegu ofnæmi sem væri kannski ekki það slæmt nema fyrir þær sakir að p-phenylenediamine er notað í svo margt annað svo sem svarta hárliti blek og fleira svo að það er kannski ekki sniðugt að fá sér svart henna ef að þið litið á ykkur hárið svart eða þess þá heldur ef að þið eruð með heimagert tattoo sem er úr svörtu pennableki.
Þetta á einungis við SVART HENNA, gamla góða brúna hennað er vita meinlaust það inniheldur efnið Lawsone sem virkar meira að segja vel sem sólarvörn og er oft notað í svokallaðar self tanning sólarvarnir.