Ég held að ég hafi verið fimm ára þegar ég fékk fyrst göt í eyrun. Gekk vel, engar sýkingar. Þau eru þar enn þá í dag og það hefur aldrei verið neitt vesen. Þau göt fékk ég á snyrtistofu með byssu. Í fyrra fékk ég mér helix í hægra eyra og annað gat í eyrnasnepilinn vinstra megin. Þá fór ég á Tattoo & Skart. Stuttu seinna fór ég aftur og fékk mér annað gat í snepilinn hægra megin, aftur á Tattoo & Skart. Svo nýlega fór ég og fékk mér gat í augabrúnina eftir ár af suði í foreldrunum :) Aftur...