Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Calliope
Calliope Notandi frá fornöld 41 ára kvenmaður
602 stig

Re: Púðar...

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Mér heyrist á öllu að stelpurnar sem hafa tjáð sig hér séu upp til hópa bara nokkuð sáttar við brjóst sín. Og auðvitað á strákum ekkert að vera sama um hvernig bjóst eru, misjafn er smekkur manna. Sumir fíla stór, aðrir lítil og sumum er náttúrulega sama en það þarf ekkert að vera óeðlilegt að hafa einhverja skoðun á því.

Re: Púðar...

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Það er náttúrulega spurning hvað þyki stórt og hvað lítið. Jordan-brjóst eru náttúrulega ekki málið, en heldur ekki 10-ára-drengja-brjóst… Eru öfgarnar ekki bara alltaf verstar?

Re: Lifandi vísindi

í Vísindi fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Fínt að þú bentir mér á þessa síðu, ég ætla að skoða hana. Stanford á að vera mjög framarlega, allavega í sálfræði, en kynningin á heimasíðunni þeirra er ekki nógu ítarleg. Berkeley og New York University eru eflaust líka góðir, þótt það sé að því er mér skilst hræðilega dýrt að vera í NY. Annars er bara tiltölulega stutt síðan ég ákvað að fara frekar í neuroscience en sálfræði, svo ég er einhvern veginn ekki búin að kynna mér skólana nógu vel með tilliti til þess.

Re: Lifandi vísindi

í Vísindi fyrir 19 árum, 2 mánuðum
MIT er eins og stendur draumaskólinn. Svo er University of Michigan með ágætis prógrömm. Ég á eftir að skoða þetta betur, það liggur ekki svo mikið á þar sem ég ætla að taka mér smá frí frá námi núna eftir útskrift (sem verður vonandi í vor).

Re: Lifandi vísindi

í Vísindi fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Ég fer ekki alveg strax en þegar þar að kemur verður örugglega haldið til BNA. Ég viðurkenni alveg að mér finnst það ekkert sérlega spennandi land, en þar eru víst bestu skólarnir í þessu…

Re: Púðar...

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Ég er með stór brjóst og finnst það flott. Svo eru lítil brjóst bara líka flott. Brjóst eru flott. ;-) Get samt tekið undir með einhverjum þarna fyrir ofan að maður fær hrikalega bakverki af stórum brjóstum. Ég er alltaf að drepast. Myndi nú samt ekki minnka þau, held ég. Þetta eru mín brjóst, vil ekki hafa einhver önnur…

Re: Now Playing? hvað er fólk að hlustá?

í Tilveran fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Lynyrd Skynyrd: Freebird. Kemur mér annars á óvart hvað margir eru að hlusta á The Mars Volta. Var að uppgötva þessa hljómsveit um daginn, hún er alveg mögnuð… Calliope

Re: Lifandi vísindi

í Vísindi fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Já, ég er nokkuð sammála að Lifandi vísindi inniheldur ekki mikil vísindi þótt ég hafi oft gaman að því. Ég var aftur á móti að gerast áskrifandi að Scientific American (sjá: ). Það er skrifað fyrir almenning, en er mun áreiðanlegra “source”. Greinarnar eru yfirleitt skrifaðar af vísindablaðamönnum (science writers) eða af vísindamönnunum sjálfum. Svo má að gamni geta þess að ég er örugglega á leiðinni í framhaldsnám í þessum ágætu greinum sem gthth nefndi, það er í cognitive neuroscience ;)...

Re: Skoðunarferðin í gegnum MH

í Skóli fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Ég var í MH og fílaði það vel. Sat einmitt í Norðurkjallara í draslinu ;-) Plúsinn við það er að maður gat bara komið með sitt eigið dót og haft það kósí. Við keyptum eldgamla sófa á einhverri skransölu sem við gátum lagt okkur í á milli tíma (úskýrir kannski lyktina, hmmm). Í MH er gott félagslíf og afslappað andrúmsloft. Skólinn er líka talinn einn af bestu skólum landsins, og áfangakerfi er snilld. Mæli með MH fyrir fólk sem vill hafa frelsi til þess að vera eins og það vill, getur tekið...

Re: Einkunarkerfið.

í Skóli fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Já, þetta þykir mér frekar skrýtið. Þetta virðist vera svipað og bandaríska kerfið, þar sem þessu er skipt í “bókstafseinkunnir”, eins og A, B, C, D og F.

Re: Banna ætti fóstureyðingar

í Deiglan fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Fyrirgefiði, en ég skrifaði þetta eiginlega á röngum stað. Set það aftur hérna: Æi, þetta er nú meiri vitleysisgangurinn, ég veit ekki hvort sá sem skrifaði þetta er bara að reyna að fá fólk upp á móti sér. Auðvitað er hægt að misnota allt, en það er ekki þar með sagt að það eigi að banna það… Það geta alltaf gerst slys, og fóstureyðingar eru grundvallarmannréttindi sem eru mun dýrmætari en “réttur” einhvers frumuklasa. Punktur, basta. Calliope P.S. Mér finnst mjög áhugavert að þú talir um...

Re: Banna ætti fóstureyðingar

í Deiglan fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Æi, þetta er nú meiri vitleysisgangurinn, ég veit ekki hvort sá sem skrifaði þetta er bara að reyna að fá fólk upp á móti sér. Auðvitað er hægt að misnota allt, en það er ekki þar með sagt að það eigi að banna það… Það geta alltaf gerst slys, og fóstureyðingar eru grundvallarmannréttindi sem eru mun dýrmætari en “réttur” einhvers frumuklasa. Punktur, basta. Calliope P.S. Mér finnst mjög áhugavert að þú talir um óábyrgar konur, en minnist ekki á að það þarf tvo til.

Re: Lesblinda

í Skóli fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég vil bara benda á að það sem þessi Davis segir er ekki endilega viðurkennt af þeim fræðimönnum sem stunda rannsóknir á lesblindu (Davis þjáist sjálfur af lesblindu, en hefur ekki sérfræðiþekkingu á henni). Á vísindavef HÍ er aftur á móti hægt að lesa ýmislegt um lesblindu hér.

Re: Glósur eða heimildir um Engla Alheimsins og fordóma gegn geðsjúkum??

í Skóli fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ef þú treystir þér til að lesa á ensku, þá mæli ég með bókinni “Psychology” eftir Gleitman, Fridlund og Reisberg. Þú getur t.d. fundið hana á Þjóðarbókhlöðunni (leitaðu að kaflanum Psychopathology). Einnig geturðu kíkt á “History of Mental Illness” á Wikipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/History_of_mental_illness

Re: Svarthol - stutt lýsing

í Geimvísindi fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Skemmtileg grein. Gaman þegar fólk vandar sig við skriftir.

Re: Hvað keyptirðu í dag?

í Tilveran fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Íslenska pulsan er lifandi listaverk sem verður að vernda.

Re: Hvað keyptirðu í dag?

í Tilveran fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Hahaha :-D Ég keypti annars ekkert, lét bara kærastann kaupa fyrir mig Nonna og Pepsi Max.

Re: Stjörnuspeki spáir ekki fyrir um mannlega hugsun, hegðun né persónuleika

í Dulspeki fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Moony: Jafnvel þótt við lítum framhjá því að engar rannsóknir bendi til þess að snefill af sannleika felist í stjörnuspeki þá er ekki hægt að líta framhjá því að það er bara ekki röklegt að halda því fram að staða himinhnatta ráði einhverju um hvernig fólk verður. Ég meina, af hverju ætti það að vera þannig???

Re: Of mörg línubil í undirskrift

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég hef aldrei skilið þessar undirskriftir, nema þá helst undirskriftir eins og: Calliope

Re: Mótmæli kennara við lagasetningu

í Skóli fyrir 19 árum, 7 mánuðum
“Annað sem styður það er að metaðsókn hefur verið að Kennaraháskóla Íslands undanfarin ár. Heldurðu því fram að fólkið sem stundar þar nám viti ekki hvaða kjör bjóðast því? ” Eftir síðustu kjarasamninga kennara varð mikil fjölgun í Kennó. Fólk hélt almennt að kennarar hefðu samið mjög vel. Þegar látið var reyna á samninginn kom aftur á móti annað í ljós, hann reyndist bara alls ekki ásættanlegur að mati kennara. Ég væri því ekki hissa á því ef aftur yrði fækkun í Kennó. “Ég vil að kennurum...

Re: Mótmæli kennara við lagasetningu

í Skóli fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Það er rétt að hluti hækkunarinnar færi í skatta ef skattar yðru hækkaðir, en aldrei ÖLL, það er bara ekki stærðfræðilega rétt… Ég er svo sem heldur ekkert viss um að þú sért að halda því fram Zanyaa.

Re: Mótmæli kennara við lagasetningu

í Skóli fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Nei, þetta er ekki rétt reiknað hjá þér. Af því að skattahækkun dreifist á alla landsmenn, en ekki bara á kennara, þá myndi hún aldrei éta upp alla launahækkun kennara, þ.e. ef hún myndi bara eiga að standa undir þeirri hækkun.

Re: Mótmæli kennara við lagasetningu

í Skóli fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég veit vel að við erum ríkið, en ég er líka tilbúin til að axla þá ábyrgð að hækka lægstu laun í landinu og borga fyrir það með hærri sköttum eða með því að hagræða í rekstri ríkisins á einhverjum sviðum. Mér finnst mikil hræsni að segja að menntun sé mikilvæg, en vilja svo ekki borga almennilega fyrir hana… Ef fólk vill fá góða kennara, þá VERÐUR að borga góð laun, annars fer þetta fólk bara eitthvert annað!

Re: Þankar um heilann 2. hluti !

í Dulspeki fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Uranus: Þessu átti ekki að vera beint til þín, heldur til greinarhöfundar.

Re: Þankar um heilann 2. hluti !

í Dulspeki fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Það er bara ekkert rétt að hugsanaflutningur sé vísindalega staðfestur, þvert á móti! Og ef þú ætlar að koma með einhverjar svona fullyrðingar, vinsamlegast vísaðu í gild vísindarit máli þínu til stuðnings!!!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok