Jú jú eins og flestir vita þá geip alþingi til þeirra ráða að setja lög á blessað verkfall kennara. Þetta fannst flestum hálf fáránlegt að taka burtu eina vopn kennara til að fá betri laun. Ríkið lét kennurum það ekki eftir að fá 160.000 króna uppbóta eitthvað og 5% hækkun á launum samstundis þannig að mikil mótmæli fóru fram um land allt. Í Hagaskóla var 10% mæting kennara og átti ég sjálfur aðeins að mæta í 1 tíma af 6, því allir kennarar tilkynntu “veikindi”. Í skóla í Keflavík mættu hinsvegar allir kennarar en gerðu hinsvegar ekki neitt, sátu aðeins inni á kennarastofu og drukku kaffi.

En ef við spáum aðeins í ríkisstjórninni, er ekki svolítið sérkennilegt að í staðin fyrir að gefa meiri pening í sveitafélögin svo að kennarar fái hækkun sína setja þeir bara lög á allt? Þetta gerðu þeir með sjómenn einnig og flugfreyjur. Á fólk að láta bjóða sér þetta? Taka burtu þeirra eina vopn til að berjast fyrir bærilegum launum?

Síðan er annað. Í fréttum að undanförnu hefur verið fjallað mjög mikið um kennaraverkfallið og “hræðilegt” ástand barna og unglinga sem lenda í þessu. Fréttamenn tala bara við pirraða foreldra sem kenna kennurum og sveitafélögum um og 6-8 ára börn sem enn ekki hafa myndað vinasambönd fyrir utan skólann. Það er einnig verið að tala um aukina drykkju og vandræði á unglingum. Svo er önnur hver spurning sem maður er spurður að: “ertu ekki orðinn leiður á þessu verkfallI?”. Nei! það er ég sko ekki! Ég ætla mér ekki að verða leiður á baráttu lýðsins fyrir sambærilegum launum. Síðan er það látið líta þannig út að manni má ekki finnast gaman í verkfallinu því það er alltaf talað um þetta á neikvæðan hátt. En krakkar sem eiga góða og trausta vinahópa eru bara í góðum málum í þessu verkfalli, þau hafa meiri tíma til að rækta vinasamböndin og stunda áhugamál sín. En auðvitað eru kannski krakkar sem eru ný fluttir og eiga endilega ekki vini í nágreninu. Þið meigið samt ekki miskilja mig og halda að ég vilji ekki fara í skólan og horfi björtum augum á launalausa kennara og peningalaus sveitarfélögin. Ég vill komast í skólann, en ekki með fúla og ósátta kennara sem ekki fengu sínu framfylgt.

Ekki dæma stafsetningarvillur, ég skrifaði þetta í flýti.
Ef sorg á hjarta þitt bítur, ef ástin er horfin á brott,