P.S.Tímana tákn. Tekið var viðtal við Íslenskan læknir starfandi í bandaríkjunum um þátt hans í læknahóp er gerði tilraunir við lækningar með mannsheilanum eða nánar til getið með hugarorkunni. Í tilraununum voru tekin fyrir 3 megin atriði og er niðurstaða komin.
Bæði er þetta vísindaleg niðurstaða og við áframhaldandi tilraunir verður fjölgað atriðum sem hugsað verður til með hugann einann að vopni.
Hvað getur heilinn afrekað og vil ég endurtaka þessa setningu.
“Þekktar rannsóknir víða um heim á getu heilans að senda boð til annars heila, er þekkt sem hugtakið hugsanaflutningur og niðurstöður teljast vísindalega sannaðar að fyrirbærið er til staðar, en ekki vitað hversu víðtækt fyrirbærið er.”

Á yngri árum var talað um að börrn væru næm og mörgu foreldri orðið hverft við þegar barnið fer að vekja athygli á veru (líkama) er enginn sér. Það er augljóst að barnið er að eiga samskipti við þessa persónu í hugskoti heilans. Heilar þeirra eru tengdur, eða þeir eru í sambandi.
Þetta atriði er sama fyrirbæri og draumur.
Ósjaldan kemur það fyrir fólk að þegar það ætlar að hringja í einhvern er viðkomandi kominn í sambandið. Báðir aðilar fengu sterka löngun til að hringja í hvorn annann þó þeir gerðu sér ekki grein fyrir hvers vegna. Annar aðilinn er sneggri að hringja og verður aðeins á undann og hinn lyftir tólinu áður en tækið nær að hringja.
Í vinahóp, svona yfirleitt, kemur það ekki ósjaldan fyrir að þegar einhver þeirra ætlar að segja eitthvað var annar í hópnum á undan að nefna það sama þetta kom einnig fyrir hina.

All oft heyrir fólk kallað á sig þrátt fyrir að enginn er í næsta nágrenninu þá stundina.og svo framvegis.
Af mörgu er að taka og vil ég aðeins minnast á drauma.
Sumir draumar eru stórmerkilegir og geta kennt manni eitt og annað er þar kemur fram.
All margir draumar eru svífdraumar þar sem draumgjafinn er byrjandi og er að uppgötva að hann getur svifið og svo hinirdraumgjafarnir sem eru búnir að ná tökum á hæfileikanum og eru þjálfaðir í svifi.
Það kemur fyrir að menn dreyma í draumi og þegar vaknað er úr seinni draumnum er sagt frá báðum. Ég leitaði skýringa á næmni og draumum og ýmsu er snertir starfssemi heilans.
Vangaveltur mínar eru birtar hér ef svo vill til að einhver hafi svipaða reynslu og léti mig vita. Ég reikna ekki með því að ég sé einn um þessa lifun fyrirbæra manns hugans.
Öll hræring hugans er af efni sprottin og öll skynjun einnig, enda er heilinn efni. Skynjanir og sýnir í heila stafa frá öðrum heila og eða hefur bein áhrif á annann heila. Verður hér getið nokkurra atriða er allir heilar hafa möguleika til.

Draumar eru flokkaðir t.d. þannig : Dagláta draumar. Atburða dr. Tákn dr. Skilaboða dr. Tilfinninga dr.
Einnig þeir þættir er snúa að þeirri starfsemi heilans sem kallað er hugsanaflutningur og flokkað þannig: Tvíburatengsl. Ást. Áhrif á aðra. Samkennd. Dáleiðsla. Hugboð. Finnast vera annar.

Síðan getum við getið þeirra atriða er kallast huglækningar og hefur fengið þessa skilgreiningu: Líforkulækning. Huglækning. Heilun. Handa yfirlagning. Gera kraftaverk. (gerist stundum).

Þá er komið að framlífinu sem einnig er hluti heilastarfseminnar.Trans, (samband). Dulheyrn. Vökumiðill (sambandsmaður). Skyggnigáfa. Skyggni. Finna lykt. Sjá Áru.
Eins og sjá má eru þessir möguleikar heilans hver ofan í öðrum og erfitt getur reynst að flokka ein tilþrifin frá öðrum, eitthvað sem einhverjum finnst vera andlegt, afgreiða það sem óalandi og óferjandi hugsunar gangur og halda sig frá þeírri hugsun.

Margur spyr hvernig
Engu skiptir hverju trúað er, eða ekki trúað, lögmálin starfa.
Það er athyglivert að gagnrýnin er hvað mest á andlega starfssemi heilans og heimtingu sannana á tilvist fyrirbærana. Halda má því á lofti að ganrýnendur eru sennilega trúaðri á fyrirbærin en þeir sem sem hafa óþægindin af þessari afurð heilans og virkni náttúrunnar.
Það virðist eins og þeir viðurkenni Anda þó þeir í aðra röndina sætta sig ekki við að þetta séu andar og þaðan af verra, og afneita því sem er ósnertanlegt..
Þeir eiga að vita, ekkert gerist án efnis, allt sem þeir skynja í umhverfinu er fyrst og fremst, efni og orka og án þeirra gerist ekki neitt.
Það er rétt að ekkert óefnislegt starfar á fullu eins og efni og orka sameinað í líkama.
Efnið getur ekki hugsað eða framkvæmt án orku.

Einn hæfileiki er óumfjallaður og það er þegar þjálfaður hugur lætur hluti hreyfast án sjáanlegra ytri krafta.
Þar kemur einbeitingarhæfileiki til sögunnar og gerir viðkomandi færann að bregðast við á viðeigandi hátt, enda verið búinn að fá aðvörun frá vinum eftir leiðum innsæisins.

Tökum aðeins hliðarspor og þó ekki.
Hópur sérfræðinga kannaði tilveru látinna einstaklinga og niðurstöður birtar og öllum aðgengilegar á ráðstefnu á sviði fyrirburðafræða haustið 1997 í Basel í Sviss haldin af parasálfræðingum ásamt öðrum vísindamönnum og teljast niðurstaðan vísindaleg sönnun.
Ég bendi á rannsóknir á fólki víða um heim með hina undarlegustu hæfileika .
Niðurstaðan er augljós þeim er skilja tengsl orku og efnis, því ekkert gerist án samspils efnis og orku.

Útvarpsbylgjur berast formaðar t.d.frá efni, ( senditæki), um loft og geim án efnis og eru síðan fangaðar af efnislegum móttakara sem skila hljóð og mynd.
Eins er með heilann og útvarpsbylgjunnar, heili sendir heili móttekur.
Vitund án efnis og eða orku undirstöðu er ekki til og verður aldrei til.

Aftur í heilastarfssemina.
Látinn einstaklingur gerir vart við sig í heila einhvers , segjum Jóni.
Jóni finnst hann finna fyrir látnum vini sínum eða mynd vinarins kemur upp í huganum, eða þriðji aðili sér hinn látna vin standa að baki Jóni og til hliðar (mjög algeng lýsing ).

Maðurinn er hluti að efnisheild lífsins og nýtur þar allra kosta sem hann leggur upp í sínu lífshlaupi.
Til að geta birtist sjónum annara og eða gera vart við sig, þýðir einfaldlega að hann er í efni þar sem hann er niðurkominn.

Hvar er maðurinn ef hann lifir þótt dauður sé.
Samkvæmt niðurstöðu vísindalegrar rannsókna og persónulegra eigin rannsókna milljóna íbúa þessa hnatta um þúsundir ára og alda.

Yfirskrift fyrrnefndar ráðstefnu var, “Spurningin er ekki lengur sú hvort við lifum eftir líkamsdauðann, heldur hvert við förum eftir dauðann og hvert ástand okkar verður.”
Yfirlýsinguna gefa vísindamenn, sem eru þeir einu, er geta fullyrt þetta.
Fullyrðingin er sett fram eftir margra ára rannsóknir og er fullreynd sem vísindaleg niðurstaða.

Niðurstaðan er sú að það sem þúsundir milljóna hafa haldið vera líf í andaheimi eða goðheimi er líf á öðrum hnetti.

Athugið, Þeir framliðnu eru ekki hér, þú sérð þá ekki og ekki heldur ég, þeir gera vart við sig, en hvernig.
Þeir eru raunverulegir þar sem þeir geta haft áhrif á annann heila.
Spurning, hvar eru þeir.
Einhversstaðar verða þeir að vera og eru aðrir hnettir eitthvað verri til búsetu en aðrir.
Síðan er spurningin hvernig komast þeir þangað athuga síðaref það er raunveruleiki.