Ég bjó á Íslandi frá því að ég fæddist alveg þangað til ég varð 14 ára. Þá flutti ég til Svíþjóðar þar sem ég bý núna. Ég hef þess vegna verið í bæði íslenskum og sænskum skólum og er alltaf að reyna að finna út stærsta muninn.
Það sem að ég held að sé stærst er einkunarkerfið sem virkar allt öðruvísi hér í Svíþjóð.

Einu sinni virkaði það alveg eins og á Íslandi nema hvað það var frá 0-5 en ekki 0-10 eins og á Íslandi. Núna hafa þau breytt þessu í allt öðruvísi kerfi sem mér finnst engann veginn gott.
Það er þannig að á hverju prófi er einhver max summa (að sjálfsögðu) eins og kanski 89 stig.
Svo eru settar þrjár mismunandi einkunir.
Um það bil 1/3 af hámarks summunni er G (stendur fyrir Godkännt = Góðkennt, samþykkt) sem væri eins og 36 stig af þessu og ef maður fær svo minna en 36 stig fær maður einkunina IG (Icke Godkännt = Ekki góðkennt/samþykkt) og fellur þess vegna á prófinu. Um það bil 58 stig er svo VG (Väl Godkännt = Vel Góðkennt/samþykkt) og eins og 77 er svo MVG (Mycket Väl Godkännt = Mjög vel góðkennt/samþykkt).
Þetta þýðir sem sagt að ef þú ert með einkun á milli 0-36 rétt af 89 ertu með IG og fellur, ef þú ert með milli 36-58 ertu með G sem er alveg ágætt, svo ef þú ert með milli 58-77 ertu með VG og ert að standa þig vel og svo milli 77-89 ert með frábæra einkun.

Þetta kerfi er svosem ágætt en mér finnst það alls ekki eins gott og Íslenska kerfið útaf tveimur ástæðum. Fyrsta ástæðan er sú að í Íslenska kerfinu getur maður bara deilt sinni summu með max summunni og fengið út einkunina (Dæmi: 80/100 = 0.8 = 8). Önnur ástæðan er að sjálfsögðu þessi:
Dæmi: Páll og Magnús skrifa þetta próf sem max summan er 89 á. Páll fær 59 rétt og Magnús fær 76 rétt. Þeir fá þess vegna báðir sömu einkun = VG. Með 0-10 kerfinu mundi Páll fá um það bil 6.6 og Magnús mundi fá um það bil 8.5 en samt mundu þeir fá sömu einkun í Svíþjóð!!
Mér finnst þetta nú heldur asnalegt og ég hef pirrast oft þegar ég hef fengið alveg á mörkunum við MVG og svo er einhver sem hefur sloppið naumlega og fengið VG og er þess vegna með sömu einkun og ég.
Íslenska kerfið er betra er það ekki??
Samt kanski ekki fyrir þá sem að fá lágt á prófum venjulegast!!

Kv. StingerS