Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Vinnsla (8 álit)

í Myndlist fyrir 15 árum, 1 mánuði
Okei þetta er vinnslan á týpískri mynd hjá mér, ákvað að setja þetta inn til gamans. Það er ekki 100% að ég vinni allt svona og t.d. síðasta skrefið (liturinn á línurnar) er mjög duttlungum háð. Til að sjá alla myndina (þetta er bara brot) + bakgrunn þá er hún hér: http://ameza.deviantart.com/art/Hint-of-Madness-114089487

Sögurnar mínar (9 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Jæja ég ákvað að senda inn svipaða grein og Ritloof svona til gamans. Ég hef verið að skrifa síðan ég var 12, 13 ára. Ég veit ekki alveg hvað það var sem fékk mig til að byrja en ég held að ég ætli að kenna Hringadróttinssögu um það að hluta til. Ég var heilluð af fantasíum sem krakki og er enn og eru allar mínar sögur um eitthvað að því tagi. Fyrsta sagan mín, sem er sprenghlægileg þegar ég les hana í dag, ber greinileg áhrifa frá Hringadróttinssögu. Það má skipta sögunum mínum í 3 flokka...

Víkingur (19 álit)

í Myndlist fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Ung dóttir höfðingja sem er send með skipi til að giftast manni sem hún hefur aldrei hitt til þess að friða ættirnar tvær. Tók upp einhverja ókláraða andlitsmynd og svona endaði hún.

Lady Violence (7 álit)

í Myndlist fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Jæja nýjasta flipp hjá mér þegar ég átti að vera að læra. Ég er ekki fullkomnlega sátt við hægri löppina (okkar frá séð) en það verður að hafa það.

Dúnúlpa - hvernig (13 álit)

í Skátar fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Jæja hvað segiði, hverskonar dúnúlpu væri best að fá sér? Frá hvaða merki og gerð? Þið stoltu eigendur og/eða gáfaða lið, hvaða skoðun hafið þið á þessu?

Paradís (2 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Ótrúlegt hve róandi það er að horfa á snjóinn og hve fallega heimurinn lýtur út þegar hann fellur hægt og rólega til jarðar. Þú finnur innra með þér frið og ró sem í þessum brjálaða heimi þú finnur sjaldan. Þú brosir þegar snjókornin falla létt á andlit þitt og bráðna, svo mörg að eftir nokkra stund er allur þinn fatnaður hvítur. Ó hve yndislegur heimurinn er. Það virðist allt svo hljótt rétt eins og það sé enginn annar til í heiminum nema þú, gangandi í hvítu draumalandi. Þú stenst ekki...

Bannerkeppni - Smásögur (4 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Hérna er mín tillaga.

19 ára (14 álit)

í Myndlist fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Jæja ég gerði endurgerð x] Hérna er fyrri myndin: http://www.hugi.is/myndlist/images.php?page=view&contentId=6449109 eða hér http://i53.photobucket.com/albums/g72/Nykur/annad_small.jpg?t=1232056704

13 ára (28 álit)

í Myndlist fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Þessi mynd var gerð árið 2002 í nóvember, þá var ég 13 ára. Þetta er elsta tölvugerða myndin sem ég á. Man ekki hvort þetta var gert á fyrri dögum photoshop eða í gamla góða paint. Er að pæla að gera endurgerð upp á flipp á næstunni.

Kvikmynda Sabriel (1 álit)

í Ævintýrabókmenntir fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Jæja það er komið að því, það á að fara að kvikmynda Sabriel. Ég er bæði hrædd og ánægð yfir því. Several steps closer to a film of SABRIEL 5:37 AM PDT, April 14, 2008 One of the frequent questions that I usually don't adequately answer is about what is happening with a possible SABRIEL film. Well, today I can say a bit more than usual as PUBLISHING NEWS has reported on the “package” that we have put together and will be taking to studios in Hollywood in a few weeks. That package is:...

Skáli fyrir fálkaskáta (10 álit)

í Skátar fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Heyriði það er víst komið að því að finna sér skála fyrir sveitarútilegu. Þetta eru fálkaskátastelpur, eðlilega 10-12 ára. Eruð þið með einhverjar hugmyndir með skála sem er þægilegt að vera með þennan aldur í? Það er plús að hafa rafmagn og kamar/klósett. Ekki Lækjabotna né Vífilsbúð, búnar að fara þangað of nýlega. Takk takk!

Twilight - áskorun (3 álit)

í Ævintýrabókmenntir fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Jæja þessa daga heyrist mér að allir séu að lesa þessar blessuðu Twilight bækur. Ég ætla bara að skora á einhvern af ykkur hugurum sem eru inní þessu að skrifa góða grein um þessa bók/bækur og setja það hingað inn :)

Svartnætti (Felecia Yates) kafli 3a (3 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Já ég er ekkert skemmtileg, engin jólaskrif hjá mér. 3. kafli Hermennirnir örkuðu fyrir framan okkur og sá sem stjórnaði hestvögnunum hvatti jafn hesta og þræla áfram með svipu. Við gengum í burtu frá bænum sem var núna rústir einar og héldum á leið norður. Nokkrir reiðmenn voru aftastir til að fylgjast með okkur. Eftir nokkra klukkutíma göngu var ég orðin þreytt og þyrst. Landið sem tók við okkur var að mestu leiti auðn full af steinum, mosa og slæmum vegum. Ég var í sífellu að hrasa um...

Særingar, kveða niður drauga. (10 álit)

í Dulspeki fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Heyrði ég var að pæla hvort einhver hérna gæti hjálpað mér. Veit einhver um góðar heimildar um að kveða niður drauga og þannig lagað. Fann eitthvað í fyrsta bindi í íslenskum þjóðsögum. Ef það eru einvherjar bækur eða heimasíður sem þið vitið um sem fjalla um þetta efni þá megið þið endilega láta mig vita. Ekki endilega bara ramm-íslensk, ef þið vitið um eitthvað sem tengist öðrum löndum eða trúarbrögðum þá væri það frábært. Ég er semsagt að skrifa skáldsögu og mig vantar einhverjar...

Vanja Lind - í lit (11 álit)

í Ísfólkið fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Jæja ég fékk sjálfan mig loksins til að ljá þessari mynd lit. Blýantsteikningin er hérna einhverstaðar framar í myndakubbnum.

Persónunöfn (7 álit)

í Ísfólkið fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Heyriði ég var að pæla. Veit einhvern um einhverja síðu eða eitthvað sem sýnir hvað allt Ísfólkið heitir á Norsku? (er þetta ekki annars skrifað á Norsku?) Af því að ég geri svona ráð fyrir að flest nöfnin hafi breyst eitthvað. Takk takk!

Svartnætti (Felecia Yates) kafli 2b (12 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Seinni hluti 2. kafla (svoldið lang, eh he he) Eftir að hafa ráfað í gegnum skóginn alla nóttina komst ég á það tímabil þar sem fæturnir neituðu að bera mig lengra. Ég féll máttleysislega til jarðar en reyndi að koma mér á lappir á ný en líkaminn minn hristist af kulda, ótta, sársauka og þreytu. Hægri hliðin á andlitinu á mér hafði verið kvalin af sársauka en eftir klukkutímana dofnaði sársaukinn og ég fann ekki neitt lengur. Mér fannst eins og ég væri ekki lengur í þessum líkama heldur eins...

Borgun foringja (69 álit)

í Skátar fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Bara smá pæling hérna, ég hef heyrt að einhver félög borgi foringjunum sínum fyrir starfið (svosem ekkert að því, sérstaklega ef það vantar foringja). Er einhver hérna sem fær borgað fyrir störf sín, hvaða félög eru þetta annars?

Random klæðnaður (55 álit)

í Tíska & útlit fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Random klæðnaður sem væri hægt að rekast á mig í. :) Notaði bara sömu stellinguna þar sem ég var bara að leika mér að teikna fötin mín. (og sleppið því bara að minnast á hendurnar því að ég veit að þær eru &#%" asnalegar).

Garth Nix (23 álit)

í Ævintýrabókmenntir fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Garth Nix fæddist árið 1963 í Melbourne, Ástralíu og er einn af mínum uppáhalds höfundum sem skrifar fantasíu bækur fyrir unglinga og ætla ég að kynna aðeins fyrir ykkur það sem hann hefur skrifað. Það fyrsta sem hann gefur út eru svokölluð Very Clever Baby sería. Ég hef aldrei kynnt mér þessi verk hans og get því lítið sagt um þau. Hinsvegar eftir þetta gefur Garth Nix út The Ragwitch árið 1990 en var svo endurútgefin árið 1995 og 2005. Bókin fjallar um systkinin Juliu og Paul sem eru í...

Ert þú skyggn? (23 álit)

í Dulspeki fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Sælt veri fólkið. Ég var að velta því fyrir mér að ef eitthvað af ykkur hugurum eruð skyggn eða hafa orðið fyrir reynslu með draugum eða þess konar verum hvort þið myndið nenna að segja mér eitthvað um það hér eða senda mér skilaboð. Takk takk.

Siren Call (36 álit)

í Myndlist fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Þetta er það sem gerist þegar ég læri undir listasögupróf. Þetta er annars persóna sem ég á, sem er sírena eins og titilinn gefur til kynna. Já inspired (ísl orð?) af Bouguereau, sérstaklega myndinni hans Twilight, en það sést að ég notaði svipaða pósu. (ekki það contrapposto svíkur mann aldrei)

Svartnætti (Felecia Yates) kafli 2a (9 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Jæja látum reyna á þetta aftur. Allar athugasemdir og leiðréttingar eru vel teknar. 2. kafli Við eyddum eftirmiðdeginum með Dale fjölskyldunni. Ég var ekki alveg viss um það en Matthew virtist halda að ég hefði hlaupið út úr kirkjunni í uppnámi vegna þess að hann hafði tekið í hönd mína. Já ég var uppnámi, en ekki af hans völdum. En hvað með það, leyfum honum að dreyma. Ég fór með Dale dætrunum að kaupa efni í nýjan kjól sem ég ætlaði að láta Mali sauma á mig. Við stoppuðum á kaffihúsi og...

Bakflæði? (22 álit)

í Heilsa fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Smá pæling um bakflæði sem ég gæti hugsanlega verið með. Ég hafði aldrei pælt neitt sérstaklega í þessu en þessi pæling um bakflæði fékk mig til að skoða þetta aðeins. Það er ekki búið að ‘greina’ mig með bakflæði (ef það er nú hægt) en ég er með ýmis einkenni eins og brjóstsviða, oft eins og loft í hálsinum á mér og eins og maður sé að fá magasýrur/mat upp í hálsinn (maður kúgast ekki en væri samt ekkert langt frá því að kasta upp). Ég var með grun áður að ég væri með háar magasýrur en...

Missir (16 álit)

í Myndlist fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Ég var aðallega í einhverju flippi með fellingar…útlimir eru pirrandi.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok