Garth Nix Garth Nix fæddist árið 1963 í Melbourne, Ástralíu og er einn af mínum uppáhalds höfundum sem skrifar fantasíu bækur fyrir unglinga og ætla ég að kynna aðeins fyrir ykkur það sem hann hefur skrifað.

Það fyrsta sem hann gefur út eru svokölluð Very Clever Baby sería. Ég hef aldrei kynnt mér þessi verk hans og get því lítið sagt um þau.

Hinsvegar eftir þetta gefur Garth Nix út The Ragwitch árið 1990 en var svo endurútgefin árið 1995 og 2005. Bókin fjallar um systkinin Juliu og Paul sem eru í fríi við strönd eina. Julia finnur tuskudúkku (ragdoll) sem reynist vera hættuleg norn sem tekur yfir huga Juliu og færir hana yfir í annan heim, Paul nær að elta þær og byrjar að leita að systur sinni, leið til að losna við nornina Ragwitch og komast heim aftur. Þetta er ekki frumlegasti söguþráður í heimi en ég hafði gaman af bókinni.

Árið 1995 gefur Nix út þá bók sem flestir kannast við eftir hann en það er auðvitað Sabriel. Sabriel er fyrsta bókin af þremur sem flokkast sem Old Kingdom þríleikurinn en getur samt sem áður staðið ein og sér. Bókin á sér stað það sem tvö löng liggja saman, einhverskonar nútíma England og Gamla Konungsríkið (old kingdom). Sabriel er aðalpersónan í þessari bók og neyðist til þess að fara til Gamla Konungsríkisins þar sem grunur leikur um að faðir hennar sé látinn eða týndur. Faðir hennar, Abhorsen, var tegund af Necromancer sem gat stjórnar hinum dauðu með bjöllum. Söguþráðurinn í þessari bók er æðislegur og persónurnar raunverulegar og skemmtilegar.
En árið 2001 kemur svo bókin Lirael sem er framhald Sabriel þótt að Sabriel sé ekki aðalpersónan í þeirri bók. Árið 2003 kemur loks Abhorsen sem er síðasta bókin og beint framhald af Lirael. Það er hægt að lesa Sabriel og sleppa að lesa hinar tvær en ef þú lest Lirael verðuru að lesa Abhorsen. Í seinni tveim bókunum flækjast málin og verða töluvert alvarlegri þar sem hinir lifandi reyna að kljást við hina dauðu. Ég mæli einstaklega með þessum bókum og henta þær fyrir allan aldur (okei kannski yfir 12 ára) svo lengi sem þú skilur enskuna, ég var held ég 14 þegar ég las þær fyrst.
Til eru 2 bækur, The Creatures in the Case og Across the Wall: A Tale of the Abhorsen and Other Stories sem eru hliðarsögur sem gerast einnig í Old Kingdom og tengjast persónunum.
Í náinni framtíð er samt von á tveim öðrum bókum frá Garth Nix sem gerast í Old Kingdom. 2010 er búist við Clariel: The Lost Abhorsen sem á að gerast nokkrum hundrað árum fyrr en hinar en bókin sem kemur 2011 er enn án titils.
Það er einnig möguleiki að Sabriel verði kvikmynduð sem ég er ekki viss hvort að sé gott eða slæmt. Það eru fáar ævintýrabækur sem hafa kvikmyndast vel eins og Lord of the Rings og Narnia meðan Eragon, Golden Compass og Harry Potter finnst mér ekki standa undir væntingum mínum.

Gath Nix á svo 6 bóka seríu að nafni The Seventh Tower sem ég er ekki enn búin að koma höndum mínum á.

The Seventh Tower series
2000 The Fall
2000 Castle
2001 Aenir
2001 Above the Veil
2001 Into Battle
2001 The Violet Keystone


En svo er það einnig Shade’s Children sem hann gaf út fyrst árið 1997 en var svo endurútgefin. Ég er að lesa hana og hún lofar góðu þótt að hún sé mjög ólík öðru sem ég hef lesið eftir hann.

Loks er það serían sem hann er að skrifa núna og á aðeins eina bók eftir.

The Keys to the Kingdom series
2003 Mister Monday
2004 Grim Tuesday
2005 Drowned Wednesday
2006 Sir Thursday
2007 Lady Friday
2008 Superior Saturday
2009 Lord Sunday


Aðalpersónan hér er Arthur, 12 ára strákur sem búist var við að myndi deyja. Þessar bækur eiga sér stað í allt öðru umhverfi en hinar bækurnar. Mér finnst alltaf mjög erfitt að útskýra þessar bækur og legg því til að þið lesið þær bara. Þær verða bara betri með hverri bókinni sem líður. Hérna er annars það sem stendur aftan á Mister Monday:

Seven days. Seven keys. Seven virtues. Seven sins. One mysterious house is the doorway to a very mysterious world - where one boy is about to venture and unlock a number of fantastical secrets.

Arthur Penhaligon is not supposed to be a hero. He is supposed to die an early death. But then his life is saved by a key shaped like the minute hand of a clock.

Arthur is safe - but his world is not. Along with the key comes a plague brought by bizarre creatures from another realm. A stranger named Mister Monday, his avenging messengers with bloodstained wings, and an army of dog-faced Fetchers will stop at nothing to get the key back - even if it means destroying Arthur and everything around him.

Desperate, Arthur escapes to the mysterious house that has appeared in town - a house that only he can see. Maybe there he can unravel the secrets of the key - and discover his true fate.

Garth Nix hefur svo skrifað nokkrar bækur í viðbót en ekkert sem ég hef kynnt mér enn.


Ég ráðlegg ykkur að kíkja á http://www.garthnix.co.uk/home
Hér er hægt að skoða flestar bækurnar hans, lesa aftan á þær, lesa nokkrar blaðsíður innan úr þeim og fleira.


Hægt er að nálgast bækurnar hans í Nexus, Eymundsson, Iðu ásamt Borgarbókasafninu.
kveðja Ameza