Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Gjöf til engils (6 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Milli illgresis lífs míns vex dökkhært blóm sem angar af gódvild, birtu og kærleik. Ég ann þessu blómi af öllu hjarta, gerir myrkrið mjúkt og dagana bjarta. Það er vinur í striti,þraut og sorgum mun ég unna því jafnvel heitar á morgun. Þetta blóm mitt ber nafn og nafn þess er Berglind því hún líkt og blómið angar af góðvild.

Tilvistarkreppa (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Umlukin manneskjum greip hún mig, krumla einsemdarinnar. Sett í fangelsi, smíðað af fólki sem sá mig ekki. Sit þar með ófreskjum en hræðist ekki því þarna fann hjarta mitt frið….

Sms frá Jesúm (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég horfi á krossinn blóði borinn finn ryðlykt af nöglum, púðurlykt af höglum. Krossfestur í nútíma hengi ég haus og bíð eftir lyftunni sem flytur mig til pabba, pabba okkar allra. Gaddavírskórónan særir. Ólýsandi sársauki nístir vonbrugðið hjarta mitt. Um leið og mannfólkið lærir mun ég hætta að deyða fólkið þitt.

Ástarorð í eyra (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ást er aðeins lítið orð sem enginn getur tamið það hefur orsakað ófá morð og margir hafa um samið. Orð sem veldur skelfingu sem ei er hægt að lýsa orð sem skapar hamingju og sem bræðir ísa. Orð sem safnar tárunum sorgar jafnt sem gleði. Orð sem vex með árunum og leggur allt að veði. Að trúa því að stafir þrír hafi allt þetta að segja uns til mín gengur piltur hlýr vil ég biðja þá að þegja.

Satansbarn (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Þjáningin er þrúgandi, þrekið mun duga skammt. Lygarnar eru lýjandi látlaust þú sleppir þeim samt. Særð ég er og svívirt sem kolótt villidýr Máttvana bráðum verð ég myrt meðan hatrið í sálinni býr.

hamingja samt (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Gráttu ekki barnið sem lífið lét í gær Í guðs faðmi það situr og dillar sér og hlær kvölin er loks horfin og gleðin endurheimt og barnið litla, ljúfa vel í hjörtum okkar geymt. Við ætíð munum muna brosið undurblítt og hjarta litla barnsins sem var svo hreint og hlýtt. En líkaminn var veikur þó sálin væri sterk og morgun einn guð færði það í hvítan englaserk. Það brosir nú og brosir daginn út og inn ánægt með heilbrigða líkamann sinn.

Húrra (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Húrra fyrir lífinu sem leikur mig grátt. Ef ég leita hamingjunnar mun ég finna fátt? Húrra fyrir blóðinu sem rennur frá mér. Sérð þú ekki sársaukann í augum mér? Húrra fyri hjartanu sem ærist brjósti í. Ætli ég geti nokkurn tímann stjórnað því? Húrra fyrir sálinni sem horfin er á braut. Tapaði ég henni ráðandi lífsins þraut? Húrra fyrir drottni sem situr á höndum sér. Ætlaru að lofa grimdinni að ganga frá mér? Húrra fyrir gröfinni sem ég hvílist nú í. Er ég á leið til helvítis enn á ný?

Hamingja samt. (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Gráttu ekki barnið sem lífið lét í gær Í guðs faðmi það situr og dillar sér og hlær. Kvölin er loks horfin og gleðin endurheimt og barnið litla, ljúfa vel í hjörtum okkar geymt. Við ætíð munum muna brosið undurblítt og hjarta litla barnsins sem var svo hreint og hlýtt. En líkaminn var veikur þó sálin væri sterk og morgun einn guð færði það í hvítan englaserk. Það brosir nú og brosir daginn út og inn ánægt með heilbrigða líkamann sinn.

FjölSkylda (5 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
“Gerðu eins og þér er sagt”, ég geri það og blóðið rakt lekur niður litla skrokkinn svíður,verkjar í allan kroppinn. Ég vil öskra og arga ég vil blóta og garga en það vær´ekki til neins, þetta er og verður eins. Hann mig lemur og ber hann inn í mig fer og hjarta mitt drepur og kvelur og sál sín sjálfur hann selur. En ég segi ekki orð þótt hann fremji sálumorð og fullnægi sér hann er nefnilega skyldur mér.

Sölumaðurinn (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég óa bara sí og æ, lítil gleði á þessum bæ. Ég þunglyndi á og nokkur tár, hugsanir slæmar og hjartasár. Svo á ég sál sem er þreytt og slitin, viðkvæm mjög og ljót á litin. Mig langar svo að kaupa aðra en sá sem selur er alger naðra "Þú færð eina nýja fyrir lítið og fátt, allt sem ég þarf er allt sem þú átt.

Vanþakklæti vesturlanda (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Er ég hugsa til til valdsins æðra ég hugsa um leið til 3. heims mæðra, sem þurfa svo ótal margt að þola með sálir brotnar í þúsund mola. Þær horfa á sitt eigið blóð, barna sinna táraflóð barsmíðar og brotin bein vanlíðan og hungurvein. Ég get ei annað en grátið sáran er ég hugsa um allan fjárann sem ég kvartaði eitt sinn yfir en nú ég þakka guði fyrir að mega lifa,leika og anda án þess að kljást við hungursins fjanda.

Nnah (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Hann horfði ég vissi ekki á hvað Hann grét ég vissi ekki hvers vegna Hann hlustaði ég vissi ekki eftir hverju Hann þráði ég vissi ekki hvað Hann dó og ég vissi af hverju.

Fjölskylduást. (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Hann er of stór,er of sterkur máttvana ég grafkjur ligg og á meðan að því hygg er þetta minn hinsti verkur? Blóðið er of rautt,of heitt minn líkama það brennur en eins og vatn af honum rennur. Ætl´ honum þyki þetta leitt?

Dauði dagsins í dag (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Í gær var ég hugrökk kona. Æskuvinurinn féll, brotin bein, sprungin líffæri og rauður vökvi lífs eða dauða. Ekkert heyrðist nema óendanlegt myrkrið. Í dag er ég grátandi smábarn.

satt og logið (2 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Þú vilt að ég segi að lífið sé gleði, að brosa og hlæja sé allt sem ég geri. En ég vil ekki ljúga og segi því satt líf mitt er helvíti og verður brátt kvatt.

Saklaus (5 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Saklaust,lítið barn að leik, grimmur,sállaus maður. Hjartað sprungið,sálin veik er stórar krumlur far´á kreik. Blóðið drýpur,nálgast stundin er litla barnið deyr. Kannski bjargast litla lundin ef lítil börn forðast dimmu sundin. (Adnil)

Ófögur ár (6 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Dauði, djöfull. Blóði drifnir draumar og skerandi óp er lífið sem bíður mín. Saltvatn sálar minnar drekkir ástvinum mínum, blóð hjarta míns óvinum mínum.

Orðin tóm (2 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Þjánig er orð hjarta míns, kvöl orð huga míns, ofbeldi orð líkama míns, sársauki orð sálar minnar, tár orð augna minna, og dauði orð bæna minna. (Adnil)

Tíminn (3 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég heyri tif í klukku innra með mér, tíminn líður. Tíminn til að lifa og til að deyja. Syrgjum dauða barns tímans, því þessi mínúta er látin.

Dauði líkama (3 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég stari út í nóttina. Myrkrið er eins og sál mín, kuldinn líkur blóði mínu. Í raun er ég dáin, horfin, yfirgefin. Andandi skel, sem aðeins á eftir að blæða út og sameinast sálinni í gröfinni. (Adnil)

Brotið & fallið (4 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Í vonleysi ástar minnar syndi ég í föllnum tárum, safna og reyni að púsla saman brotnum loforðum. Í mixtúru lyga og svika ligg ég andvaka hugsandi um manninn sem hefur sál mína í höndunum og hjarta mitt í vasanum.

Víólín (3 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Þú spilar á hjarta mitt líkt og fiðlu, ferð mjúkt en ákveðið yfir strengina. Ljúfir,fagrir tónar fylla tómið sem áður réði huga mínum. (Adnil)

Miskunarleysi (2 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Með byssu í hendinni, skjálfandi á beinunum. Blóðið á veggnum breytist í myndir, sem renna saman í eina klessu. Með hníf í öxlinni og hjartað í buxunum, horfir á líkið sem vildi ekki hlýða. Stakk hann og skaut hann aftur og aftur, horfir á hryllingin sem hann skapaði sjálfur. Vill ekki lifa og blandar því blóði við þann sem að þurfti ekki að deyja. (Adnil)

Að vera eða ekki vera öðruvísi! (13 álit)

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ísland er eins og þið öll vitið lítið samfélag og undanfarin ár virðast fleiri og fleiri reyna að öllum mætti að klæðast öðruvísi en landinn sem oft á tíðum er voðalega sviplaus vegna nýungagirni okkar allra.Og þetta fólk fer í kjallarann og grefur upp gamlar úlpur,sjöl frá ömmu gömlu og húfur sem að hvaða jólasveinn sem er mundi klæðast stoltur.Og svo fer það og spígsporar um í bænum,stolt af því að þora að vera öðruvísi.En eins og ég segi þá er Ísland svo lítið að allir þeir sem að klæða...

Sniðugt! (10 álit)

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Mig langar bara að deila með ykkur tveimur töflum sem að ég rakst á í bók. Ef að tíska er: 5 árum á undan tímanum= ósvífin 1 ári á undan tímanum= djörf á réttum tíma= glæsileg 1 ári á eftir tímanum= smekklaus 10 árum eftir tímanum= herfileg 20 árum á eftir tímanum= fáránleg 30 árum á eftir tímanum= hlægileg 50 árum á eftir tímanum= gamaldags 70 árum á eftir tímanum= töfrandi 100 árum á eftir tímanum= rómantísk 150 árum á eftir tímanum= falleg. (Höfundur:James Laver) Sálfræði litanna! Rautt -...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok