Gráttu ekki barnið
sem lífið lét í gær
Í guðs faðmi það situr
og dillar sér og hlær.
Kvölin er loks horfin
og gleðin endurheimt
og barnið litla, ljúfa
vel í hjörtum okkar geymt.

Við ætíð munum muna
brosið undurblítt
og hjarta litla barnsins
sem var svo hreint og hlýtt.
En líkaminn var veikur
þó sálin væri sterk
og morgun einn guð færði það
í hvítan englaserk.

Það brosir nú og brosir
daginn út og inn
ánægt með heilbrigða
líkamann sinn.