Ást er aðeins lítið orð
sem enginn getur tamið
það hefur orsakað ófá morð
og margir hafa um samið.
Orð sem veldur skelfingu
sem ei er hægt að lýsa
orð sem skapar hamingju
og sem bræðir ísa.
Orð sem safnar tárunum
sorgar jafnt sem gleði.
Orð sem vex með árunum
og leggur allt að veði.
Að trúa því að stafir þrír
hafi allt þetta að segja
uns til mín gengur piltur hlýr
vil ég biðja þá að þegja.