Í gær var ég hugrökk kona.
Æskuvinurinn féll,
brotin bein,
sprungin líffæri
og rauður vökvi lífs
eða dauða.
Ekkert heyrðist nema
óendanlegt myrkrið.
Í dag er ég grátandi smábarn.