Umlukin manneskjum
greip hún mig,
krumla einsemdarinnar.
Sett í fangelsi,
smíðað af fólki
sem sá mig ekki.
Sit þar með ófreskjum
en hræðist ekki
því þarna fann
hjarta mitt frið….