Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

eitt augnablik (10 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
kaffisvört nóttin leggst eins og mara yfir grunlausan daginn ylfrjór vindurinn læðist yfir saklausar grundir óbærileg þögnin umlykur læviblandið loftið eitt hjarta slær ógnarhratt á meðan annað smá saman stöðvast

sama sagan (4 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Strákurinn sem fann ástina hjá stelpu úr vesturbænum já sá hinn sami og festi kaup á íbúð með sömu stelpu og giftist henni síðar hann týndi ástinni nokkrum árum seinna á þorrablóti vestur í landi er enn að leita

upp og niður (7 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 12 mánuðum
uppi á háalofti leynast gömul leyndarmál minningar um hann niðri í kjallara er raki

sól og máni (9 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum
sólin sest hrokafull við sæinn hrokafull því hún veit að hún er ómissandi máninn feiminn tekur við vaktinni feiminn þó hann viti innst inni að fyrir rómantískar sálir er hann ómissandi

tabula rasa (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum
ef lífið byrjar sem auð bók sem fyllist út dag frá degi þá er líf mitt eintóm saurblöð

ævilöng ábyrgð (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum
þú veist vel að ég myndi fylgja þér að endimörkum alheimsins ég lofa þér að ég mun leiða þína hönd um alla tímans eilífð en eftir það veit ég ekki hvað ég geri

ástarsorg? (8 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum
þú hryggbraust mig en það er í lagi beinin gróa þú reifst úr mér hjartað en það reddast því af líffærum á ég nóg þú tættir sál mína í sundur en það skiptir engu hún var einskis virði hvort sem var en þú tókst sjónvarpið með þér og það vil ég aftu

hnýttir endar (5 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum
þú segir að þú hafir hnýtt alla lausa enda að fortíðin sé uppgerð og að þú horfir fram á veginn þú sverð að þú hafir lokað öllum dyrum en afhverju finn ég þá dragsúg?

hvísl í vindi (7 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum
ég hrópaði fögrum orðum upp til fjallanna og vonaði að þau myndu bergmála alla leið til þín en þau týndust í þokunni ég sendi þröst með kveðju eins og jónas forðum og vonaði að hann næði yfir hafið og heim til þín en hann dó á miðri leið nú hvísla ég ástarorðum í vindinn og bið um að þau berist ljúft að eyrum þér og vona að þau fari ekki út um hitt

myndir úr stríði (8 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 1 mánuði
af tilefni 1.árs afmæli innrásarinnar í írak samdi ég nokkrar hækur en það er japanskt ljóðform en byggingin er 5 - 7 - 5. sjáumst í stríðinu. rós lét undan þungbærum skugga drekans skýjin dökknuðu þessa dimmu nótt flæddi blóðið rúbinrautt augun fylltust sorg heimskir stjórna þeir sem öllu virðast ráða með kolsvört hjörtu sturlunin algjör tilgangsleysið ríkjandi glataðar sálir feður og mæður syrgja sundurtætt börnin sem hylja grundir olían flæðir loks yfir bakka sína í átt til vesturs örninn...

til hamingju (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 2 mánuðum
til hamingju vinur þér tókst það loksins nú hefur þú allt sem ég hef ekki lengur til hamingju vinur njóttu á meðan það endist til hamingju með allt og ekkert

orðin 3 (5 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 2 mánuðum
orðin læddust frá vörum mér tárin skriðu niður votar kinnarnar líkt og fiðrildi flögruðu orðin að eyrum þér orðin 3 er sögðu allt orðin 3 “ég hata þig”

áramótaheitið (9 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
minnugur áramótaheitisins um að vera jákvæðari á nýju ári ákvað ég að líta framhjá þeirri staðreynd að nýja kærastan mín var með karlkyns kynfæri og beygði mig fram

póstmaður deyr (14 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
fastur í skafli með frosið skegg kulið bros og brostið hjarta kvaddi hann þennan kalda heim vitandi að hagkaupsbæklingurinn komst til skila

hún elskar mig, elskar mig ekki (4 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
“hún elskar mig elskar mig ekki hún elskar mig elskar mig ekki” blöðin á blóminu voru búin stuttu seinna fékk hann hikstakast

ég ætlaði ekki að særa þig (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
elsku besta ástin mín ég gerði mistök kæra ljúfan mín fyrirgefðu mér hvað get ég sagt? þetta var óvart ég ætlaði ekki að særa þig ég ætlaði að drepa þig

hokus pokus (4 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 4 mánuðum
gefðu mér hjarta þitt ljáðu mér sál þína gefðu mér þig alla og á einu augabragði með einu töfrabragði mun ég kremja hjarta þitt rífa í tvennt sál þína og selja þig hæstbjóðanda

1 fingur upp til Guðs (10 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 4 mánuðum
með einum fingri upp til Guðs storkaði ég almættinu með einum fingri upp til Guðs mótmælti ég óréttlætinu með einum fingri upp til Guðs datt ég niður dauðu

móða (8 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
ég sé depurð og einmannaleika speglast á rúðunni ég sé gleði og hamingju utan við gluggann ég skynja biturð og öfund innra með mé

hún strauk (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
hún sem með mér vakti allar nætur hún sem vanga minn ljúft svo strauk hún sem sagðist aldrei frá mér fara hún strauk

Dimma limm (13 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
þungum skrefum arka ég dalinn þar eru víst leyndarmálin falin 1,2,3,4,5 dimmalimm loppinn á höndum og í hjartanu kalinn þurrum græt ég tárum kvalinn 1,2,3,4,5, dimmalimm úr handahófi voruð þið öll valin kannski var ég illa upp alinn því fór sem fór því fór sem fór 1,2,3,4,5, dimmalimm

i fought the love (and i won) (8 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
óviðbúinn fékk ég ör beint í hjartastað óvænt skaut ég bogamanninum skelk í bringu honum brást nefnilega bogalistin því í hjartastað mínum var grjót

örlög? (6 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
eins og fluga hænist að ljósi flögra ég í kringum þig en eins og örlög flugunnar oft enda ég alltaf í klessu

ég bað til guðs (12 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 6 mánuðum
ég bað til guðs um betri tíð með blóm í haga ég bað til guðs um frið og ró og frjálsan aga ég bað til guðs um gilda vasa og góða daga ég bað til guðs að lækna sár og svanga maga ég bað til guðs og svarið var “það er enginn notandi með þetta símanúmer”

2ja stjörnu ást (11 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 6 mánuðum
það er gott að sofa hjá þér en ekki alla ævi ég skal opna dyrnar fyrir þig en ekki sál mína rós skal ég þér gefa en ekki hjarta mitt hlaupa myndi ég til helvítis fyrir þig en varla til baka ég elska þig svosem en það er ekki nema 2ja stjörnu ást
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok