kaffisvört nóttin
leggst eins og mara
yfir grunlausan daginn

ylfrjór vindurinn
læðist yfir
saklausar grundir

óbærileg þögnin
umlykur
læviblandið loftið

eitt hjarta
slær
ógnarhratt

á meðan annað
smá saman
stöðvast