Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

bon appetite! (9 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 6 mánuðum
mig langar að troða allri sorginni sem þú hefur valdið mér í svartan pott mig langar að blanda síðan samanvið tárunum sem ég felldi útaf þér mig langar að æla í pottinn öllum áhyggjunum sem þú valdir mig langar að bragðbæta grautinn með brotum úr því hjarta sem þú splúndraðir mig langar að neyða þetta oní þig hvern einasta dropa með bros á vör mig langar að líta í augun á þér og spyrja þig pent hvernig þetta hafi bragðast

dagsins tíkur (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
morguninn vaknar rómantíkin liggur í loftinu thau liggja í rúminu middegid hefst pólitíkin í beinni útsendingu thau skipta um stöd kvöldid birtist erótíkin leggst yfir thau hann leggst yfir hana

vöntun (7 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
lostinn var til staðar löngunin líka stemmningin einnig og ég var þar en það vantaði þig

bleik ský (7 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
á bleikum skýjum svíf ég í blautum draumi flýt ég í köldum raunveruleika vakna ég

ljómandi ótti (8 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
ljómandi af ánægju laumaði hún kossi á kinn mína og þakkaði fyrir nóttina lamaður af ótta laumaði ég mér út um bakdyrnar og reyndi að rifja upp nóttina

ó hamingja! (5 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
að mér sækir hamingja hún er óvelkomin farðu burt gleði! vík burt ánægja! mig skortir volæði og eymd mig skortir innblástur.

svo rétt (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
svo æsandi rétt á undan svo sæt rétt á meðan svo fullkomin rétt á efti

þrennskonar ást (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
þetta er bara smá texti sem ég samdi í gríni, fjallar um ákveðið tískufyrirbrigði í ástarlífum “unga fólksins” :) þrennskonar ást forvitnin rak okkur áfram áfengið dró okkur saman og greddan í eina sæng -djöfull var það gaman- daginn eftir allt var breytt engin þorði að segja orð engin mátti frétta þetta -við sögðum aldrei neitt- -viðlagið- þessa nótt ég og þú og þú já við vorum þrjú við vorum ung, villt og vitlaus vissum bara ekki betur við vorum öll að þjást -þjást af þrennskonar ást-...

við (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
á meðan einn plús einn er tveir og hann og hann eru þeir verð ég bara ég og þú bara þú

góðan dag! (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
með ryðfrítt hjarta og sjálfsplittandi sál tekst á á við glænýjan dag með silfurbros á vö

dauðadans (5 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
fegins hendi tek ég á móti dauðanum með opnum örmum bíð ég uppí dans skjálfandi höndum dreg ég andan þyngra

þú leist aldrei við -texti við lag- (5 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
þú leist aldrei við þú fórst fyrir nokkrum árum skyldir mig eftir í sárum og leist aldrei við ég náði mér aldrei aftur það skilur mig engin kjaftur þú leist aldrei við! þú tróðst mér niður í skítinn sagði að ég væri skrítinn og stakkst mig svo af mér fannst það ekki svo gaman er þú barðir mig í framan og hljópst svo á brott núna er ég fylliraftur sé þig vonandi ei aftur helvítis drusla! viðlagið: þú leist aldrei við þú hljópst á brott stakkst mig af og leist aldrei við!

blokkarbrokk (5 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
gaurinn á efri hæðinni glotti ískyggilega mikið er hann mætti okkur daginn eftir mig grunar að loftið sé frekar þunnt

sæla (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
roðinn færðist yfir sveitt andlitið hún ranghvolfdi augunum vöðvar herptust saman himnesk ró leiknum frestað um óákveðin tíma

vandræðanlegt (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
enn inni fraus ég breiddi sængina yfir nakta líkama okkar ljósin kviknuðu það var mamma

snillingur (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
lengi lifi ljóð steins steinarrs!! uppáhaldsskáldið mitt. endilega lestu hugleiðingar um nýja heimstyrjöld, mikið snilldarverk.

árstíðir þunglyndissjúklings (5 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
frostnir fingur bláar tær kulið hjarta sveittir lófar sorgleg kátína bráðinn ís ekkert gerist allt er kyrrt langar nætur laufin falla allt svo grátt ástin fölna

sólstingur (4 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
ég skalf og nötraði vissi lítið í minn haus þetta ísheita ágústkvöld í Greece ég orgaði og vældi vissi ekki hver ég var þetta funkalda ágústkvöld í Greece ég brann og ég fraus lá í köldu svitabaði þetta eldkalda ágústkvöld í Greece ég hlæ og ég græt er ég hugsa um það núna þetta ljúfsára ágústkvöld á Greece

Davíð hjarta Golíat (2 álit)

í Smásögur fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Einu sinni var vændiskona að nafni Dabba. Hún átti ekkert voðalega marga kúnna en hafði þó í sig og á. Döbbu dreymdi um að verða stórtæk í bransanum, hvað sem það kostaði. Hún var með plan. Hún vissi nefnilega um ákveðin kúnna sem var sá allra ríkasti og valdamesti í borginni að nafni Sámur. Þessi tiltekni kúnni var reyndar ekki þekktur fyrir góðverk, komst til valda á vafasaman hátt. Allt það skipti Döbbu engu máli, hann átti pening. Sámur hafði hjálpað mörgum öðrum vændiskonum sem áður...

harmleikurinn 11. sept. í herb. 323 (31 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
sökum ótímabærs sáðláts létu milljónir lífið og enduðu í lakinu tveggja er enn saknað.

einn lítill koss (7 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
einn lítill koss nægði til að vekja grunsemdir einn lítill koss dugði til að ég efaðist einn lítill koss af vörum annars manns

hringavitleysa (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
í hausnum á mér hringsnýst núið botna hvorki upp né niður því heimurinn sjálfur snýst svo hratt dæmalaust er allt öfugsnúið allt til fjandans fer, því miður því heimurinn sjálfur snýst svo hratt í kringum þig örvinglaður í kringum allt og alla eins og heimurinn sjálfur ég snýst og snýst skaði þó verður, minn maður endalok má það víst kalla ef heimurinn sjálfur hættir að snúast

lífið er dásamlegt (5 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
fuglarnir syngja í kór um dásemdir lífsins blómin anga af sumarsins blíðu börnin leika sér við birtu sólar ástin kviknar í ungum hjörtum mér verður óglatt

sorg (17 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
mig vantar einangrunarteip því sál mín lekur það blæðir úr huganum minningum um þig um æðarnar renna tá

í öllum bænum (9 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
í öllum bænum varð hljótt og myrkrið lagðist yfir húsin í öllum bænum var grátið og sorgin breiddi út vængi sína í öllum bænum varð kalt og tíminn stóð í stað í guðs bænum varð fjölgun á íbúum þennan dag
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok