Ókei, kærastinn minn er byrjaður að lyfta eittthvað núna upp á síðkastið, nema hvað hann teygjir ekki. Hann hitar smá upp, lyftir á miljón með vinum sínum og svo teygja þeir ekki því þeir vilja hafa stutta stóra vöðva :s Er það ekki fokkíng kjaftæði? Ég er alltaf að segja við hann að maður verður að teygja til að rústa ekki á sér vöðvunum og koma í veg fyrir meiðsli. Svo er hann alltaf að drepast úr harðsperum (sem minka auðvitað líka ef maður teygir)

Gah… ég er ekki að hafa rangt fyrir mér? Þessi massatröll þarna úti teygja líka, right? Oft þegar ég er að teygja í ræktinni sé ég brjálaða köggla koma upp að teygja og þeir henda sér í splitt eins og ekkert sé (sem er smá fyndið að sjá hehehe)

En maður þarf samt að teygja?!

Og annað (sem á kannski ekki heima á líkamsrækt kubb), er einhver búinn að prófa herbalife? Ég var að spá í að drekka þetta í morgunmat. Mig vantar meiri orku og vítamín. Er eitthvað betra sem ég get fengið sem þið mælið með?