Ég er búinn að sjá alltof oft þar sem að menn eru að kvarta yfir því að þeir viti ekki hvað þeir eiga að borða til að kjöta sig. Þetta er það sem að ég fylgi reglulega(fæ ógeð á endanum og hvíli mig smá) og hef gert með miklum árangri og þá aðalega í því að styrkjast.

8 – Máltíð 1
hafragrautur (uppbyggingar prótein), 1 matskeið lýsi
432 kal, 28g af próteinum, 25g af kolvetnum, 14g af fitu.

11 – Máltíð 2
Gainershake
1200 kal, 70g af próteinum, 185g af kolvetnum, 28g af fitu

14 – Máltíð 3
2 kjúklingabringur með 1/2 bolla af hrísgrjónum
319 kal, 50g af próteinum, 23g af kolvetnum, 7g af fitu

17 – Máltíð 4
Gróftbrauð með kjúklinga áleggi
367 kal, 24g af prótein, 17g af kolvetnum, 5g af fitu

19-20 Máltíð 5
Bara það sem er í matinn

22 - 23 – Máltið 6
fiskur / kjúklingabringa / stór kartafla (bökuð), grænmeti.
Ef þú ert latur er það bara protein eða gainer shake.
450 kal, 48g af próteinum, 56g af kolvetnum, 6g af fitu.

Þetta er svona Cirka það sem ég borða á daginn. Breyti yfirleitt e-ð til svo maður fái ekki ógeð á öllu strax.
Inní þetta set ég líka ávexti og grænmeti, ég á safapressu þannig að ég drekk alltaf bara ávextina og aðeins lífrænt.

Það sem myndi teljast sniðugt að borða er:


Prótein
—————-

Prótein shake
Egg (sérstaklega hvíta)
Kjúklinga og kalkúna bringur
Nautakjöt
Fiskur (túnfiskur, lax)
Prótein stykki



Kolvetni
—————-

Kartöflur
Sætar kartöflur
Haframjöl
Hrísgrjón
Baunir (kjúklingabaunir eru líka mjög próteinríkar)
Grænt grænmeti
Gróft brauð (6g eða meira af trefjum í hverju 100)


Mixaðu eitthvað úr þessu og þú er golden!