Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hugsanlegt þingframboð Ingibjargar Sólrúnar

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég er ekki sammála því að Ingibjörg Sólrún sé eina ástæðan fyrir því að R-listinn vann kosningarnar. Þetta var kannski ekki öflugasti flokkur í heimi, en allt er betra en Sjálfstæðisflokkurinn ef marka má þessa ömurlegu og ómálefnalegu kosningabaráttu þeirra!

Re: 70 mín = commercial rusl !

í Sjónvarpsefni fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Allir þættir eru “commercial” en 70 mínútur er hreinasta rusl.

Re: 10. sería!!!

í Gamanþættir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Nú jæja. Fyrst þú veist það…. Þá verðum við að segja: Friends er uppáhalds þátturinn minn þótt mér finnist hann lítið skemmtilegur lengur og nenni lítið að horfa á hann

Re: ER ÁST KANNSKI KYNSJÚKDÓMUR?

í Rómantík fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég hef verið að deita gaura en misst áhugann af því að þeir hafa ekki passað við mig kynferðislega. En kannski hefði ég orðið ástfangin ef ég hefði beðið með kynlífið í 2 mánuði eða svo. Ég veit það ekki

Re: 10. sería!!!

í Gamanþættir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Friends var uppáhalds sjónvarpsefnið mitt, enda voru það drullugóðir þættir. En mér finnst þeir ekki hafa enst nógu vel. Þeir eru orðnir hálf þreyttir og leiðinlegir.

Re: Fuglaveiðar!

í Kettir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Birkir F Þá ert þú örugglega líka heimskur auli og djöfull. Nema ef þú ert grænmetisæta?

Re: Komið með eitthvað nýtt!!

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Tyse. Það er nokkuð til í þessu hjá þér að 50% stelpna eru heilaþvegnar af brenglaðri kvenímynd (sem lítur út eins og heróínfíkill). En ég sem feministi vil ekki banna neitt á borð við lýtaaðgerðir eða fegurðarsamkeppnir, heldur að konur á öllum aldri læri að greina kjarnann frá hisminu og fatti hvað er mikilvægt í lífinu og hvað ekki. Er það virkilega þess virði að æla upp matnum (virkilega ógeðslegt!), láta troða sílikoni í brjóstin og standa svo uppi á sviði í bikiníi og láta einhverjar...

Re: Þjóðsöngurinn - Úreltur

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég las álit þitt. Ég veit þú ert ekki að kalla alla grautarhausa, en þú ert að kalla þá grautarhausa sem hafa aðrar skoðanir en þú á þessu málefni. Þú ert alls ekki einn um að gera þetta samt! Því miðu

Re: Komið með eitthvað nýtt!!

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég kalla mig mannréttindasinna og feminista. Það er átak í gangi að “afneikvæða” orðið feministi, og þetta er liður í því.

Re: Þjóðsöngurinn - Úreltur

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
óþolandi þegar fólk er farið að kalla alla “grautarhausa” eða fífl. Ekki beint málefnaleg innlegg í umræðuna!

Re: Komið með eitthvað nýtt!!

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Kvenréttindakonur geta alveg líka verið jafnréttissinnar. Allavegana kalla ég mig feminista og vil 100% jafnrétti á báða, eða þeas alla bóga. Sumar kvenréttindakonur vilja kannski algjört yfirráð kvenna en ég vil það ekki, og ég held líka að fæstir Bríetliðar séu svoleiðis. eaue

Re: Komið með eitthvað nýtt!!

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Tímarit eiga auðvitað að vera um efni sem fólk hefur áhuga á, og það er alveg greinilegt að tíska, megrun og ráð til að ná sér í hinn fullkomna eiginmann eru afskaplega vinsæl lestrarefni. Það er auðvitað undir okkur sjálfum komið að velja lesefni, og kaupa ekki glanstímarit bara útaf því að þau eru “ætluð konum”. Hvernig væri að við stofnuðum nýtt félag feminisma, sem væri opið öllum, konum og körlum, en eina skilyrðið væri að fólk væri hugmyndaríkt og skemmtilegt?

Re: Það er allt of mikið af köttum !

í Kettir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það er ekki of mikið af köttum, það er bara of mikið til af kattahöturum. Að mínu áliti ætti frekar að útrýma þeim síðarnefndu. Menn drepa endalaust af fuglum sér til skemmtunar, en hafa það ekki í eðli sínu. Kettir hafa það líka framyfir hunda að þó að þeir drepi kannski fleiri fugla þá ráðast þeir ekki á börn, heldur gera skýran greinarmun á fullorðnum og börnum.

Re: Heimilisvinur

í Kettir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Gott hjá þér! Reyndar er kötturinn minn afskaplega vinsæll hjá nágrönnunum og ég er ekkert alltof hrifin af því. Hann fer stundum í langar heimsóknir og ég fer á taugum og held að hann sé týndur. En hann þarf heldur ekki á velvild nágrannana að halda því hann er svo vel haldinn heima hjá mér. En sumir kettir eru ekkert svo vel haldnir heima hjá sér þannig að nágrannarnir vinir þeirra eru alveg ómissandi bónbjörg. Bið að heilsa kisu! eaue

Re: Heilsufasismi!!

í Heilsa fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég er sammála því að hvetjandi áróður sem fær fólk til að stunda líkamsrækt sé ekkert slæmur, en ég var að tala um “öfgarnar” sem þetta er komið útí. Mér finnst ömurlegt hvernig feitt fólk fær oft ekki frið fyrir háðsglósum og ráðleggingum. Sérstaklega af því að ég VEIT að það býr ekkert að baki nema hneyksli og vanþóknun, og fólk er síst af öllu með heilsu viðkomandi ofarlega í huga. Bara af því að of feitt fólk stingur í stúf við hið “æskilega útlit” samkvæmt almenningsáliti, er það litið...

Re: Kittý fundin - orðin klikk!

í Kettir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
ég kannast við þennan kött, og hann fannst reyndar í garðinum mínum (svona er nú heimurinn lítill) Hún lagast alveg örugglega, hún er mjög gæðaleg og örugglega bara í miklum hugaræsingi sem er eðlilegt. Munið bara að sýna henni að hún býr við öryggi og þið séuð að passa hana.

Re: Heilsufasismi!!

í Heilsa fyrir 21 árum, 11 mánuðum
idf.. Finnst þér ekki veita af heilsufasisma? Samkvæmt mínum kokkabókum er “fasismi” alltaf slæmur sama undir hvaða formerkjum hann er. Ég er alveg sammála því að heilsuátak sé nauðsynlegt, en um leið og fólk er að skipta sér um of af einkalífi annarra (td mataræði) þá er það orðið dónaskapur. Fullorðnar manneskjur eru sjálfar ábyrgar fyrir eigin heilsu (að minnsta kosti svo framarlega sem þær fá um það ráðið) en ekki annarra. Þannig að ef að hamborgararassar og bumbur annars fólks fer fyrir...

Re: Ungfrú Ísland 2002

í Tíska & útlit fyrir 22 árum
Bíddu… hvað meinarðu? Vegna þess að hún er dökkhærð komst hún alla leið í 2. sætið? Ljóshærðar stelpur ERU semsagt í tísku og eftirsóttari en við hinar :-( Þetta eru kannski engin ný sannindi hér á Íslandi. En þar sem ég bjó í Svíþjóð vorum við dökkhærðu gellurnar sko miklu vinsælli en ljóskurnar! Hvað er maður að gera hér?? kv. eaue

Re: D-listinn

í Stjórnmál fyrir 22 árum
MAn einhver eftir því þegar Ingibjörg Sólrún og Björn Bjarnason komu í Kastljósinu um daginn?? Annar þáttastjórnanda benti Birni á að í stefnuskrá D-listans væri ekki minnst einu orði á almenningssamgöngur. Hann sagði eitthvað á þá leið: “Já, það eru margir óánægðir með hvernig R-listinn stendur að þeim málum og það verður að skoða það” Samt kom hann ekki með hugmyndir um lausnir, og rökin voru þau að hann hafði “hitt mann sem sagði honum að það tæki svo og svo langan tíma að fara með strætó...

Re: Skaðabótamál vegna minna kláms !

í Stjórnmál fyrir 22 árum
Gmaria fær prik hjá mér fyrir að standa á sinni skoðun og rökræða við alla þessa kynsveltu karlmenn og aðdáendur súlustaða. Sko, mér er sama þótt þessir staðir séu til. EN ÉG VIL EKKI HAFA ÞÁ Í HJARTA BORGARINNAR, því að það er staðreynd að þeim fylgir allskyns ósmekklegheit. Það var enginn að segja að karlstrippara uppákomur séu neitt skárri. Við erum ekki feitar og ljótar “rauðsokkur” sem viljum troða niðurlægja karlmenn. Við erum hamingjusamar og fallegar konur sem þykir kynlíf yndislegt,...

Re: Nafna brandarar

í Húmor fyrir 22 árum
Allir krakkarnir kunnu að ríma nema Doddi Hann kunni það ekki

Re: Hugleiðing, að lifa sem námsmaður

í Deiglan fyrir 22 árum
UN sistema

Re: Árni Johnsen :

í Deiglan fyrir 22 árum
Auðvitað vorkenndi ég honum þegar þetta mál stóð sem hæst en mér blöskraði framferði hans í sjónvarpinu í gær og í mogganum í dag. HANN REYNIR AÐ RÉTTLÆTA FJÁRDRÁTTINN með því að bulla um það að hann hafi í raun átt það skilið því hann fékk svo léleg laun. Hann var geðveikt dónalegur við þáttastjórnendur í Dagsljósi, sakaði þau um að hafa ekki unnið heimavinnuna sína, skammaði þau fyrir að spyrja hann spurninga sem hann nennti ekki að svara og endaði á því að spyrja Evu Maríu: “Færð þú ekki...

Re: Átta ára skuldasöfnun - hvað á að gera?

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 1 mánuði
Það er alveg sama held ég hvað þessi blessaði sjálfstæðisflokkur gerir. Hann er búinn að tapa voninni um að vinna kosningarnar í vor fyrirfram. Ég er 99% viss um það! Núna er ég að kjósa í 2. skiptið á ævinni til borgarstjórnar, og í fyrra skiptið var ég handviss um að sjálfstæðisflokkurinn væri rétta svarið. En svo blöskraði mér málflutningur þeirra, og ekki síst þetta ömurlega myndband sem þeir sendu mér heim þarsem misviturt fólk úthúðaði R-listanum en kom ekki fram með neina lausn í...

Re: tounge twisters

í Húmor fyrir 22 árum, 1 mánuði
Það eru líka til aðrir sem eru ekki á ensku! Íslenska: Barbara Ara bar Ara araba bara rabarbara (þessi er sígildur) Árni á Á á á á á. (Fattiði hvað þetta þýðir?) Þýska: Brautkleid bleibt brautkleid, blaukraut bleibt blaukraut. Danska: rödgröd med flöde Sænska: 777 sjuka sjukskötersko
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok