Æji en sætt, tapsár ManUtdmaður. Í fyrra vann Liverpool engan bikar af viti (bara charity shield og evrópusupercup, sem eru nú bara vináttuleikir) en enduðu fyrir ofan ManUtd í deildinni. Í hittifyrra vann Liverpool 3 bikara og enduðu í 4 sæti í deildinni. Í ár átti Liverpool mjög slæman kafla, en eru vonandi að rétta úr kútnum, komnir með einn bikar og eiga alveg sæmilegan séns í annan. Þannig að á þessum 3 árum hefur Liverpool unnið 4 titla, en ManUtd einn. Hvort liðið er nú eiginlega í krísu? :)