Mér langar að segja ykkur frá seivi sem ég er í. Ég er Arsenal mitt uppaháldslið í cm og raunveruleikanum. Þetta er örugglega mitt síðasta seiv í cm01-02 því nú fer ég að spila cm4 beta demo á fullu og ég byrja auðvitað á Arsenal þar líka en hvað með það. Núna kemur sagan.

Árið er 2007. Ég hafði unnið deildina 5 sinnum í röð og ég ætlaði að halda því áfram. Ég lenti í 3. sæti í deidinni, eftir að hafað verið í 2. sæti á eftir Leeds allt tímabilið, þá tapaði ég í síðasta leiknum á móti Leeds á útivelli og missti 2. sætið til Liverpool. Ég vann FA cup og varð í örðu sæti í Champions cup. Stjórnin var ánægð með árangurinn. Samt var ég óánægður með að lenda í 3. sæti í deildinni en ég ætlaði að bæta það upp með að vinna hana á næsta tímabili.

Ég bjó mig undir næsta tímabil með því að styrkja hópinn. Ég fékk Tommy Smith, Zlatan Ibrahimovic, John Terry og Cedric van der Gun (eða “The Gunner” eins og ég kalla hann) alla á bosman. Ég keypti líka nokkra framtíðar menn eins og Rudy Haddad(bosman) og Ab Dekker (bosman). Ég seldi líka nokkra yfir tímabilið, Francis Jeffers á 14,75 mill. til Rangers og Geovanni van Bronchorst á 11, 25 mill. líka til Rangers, David Prutton til Liverpool á 2,9. Hugo Pinheiro til West ham á 1,9 og Juan Román Requelme til FC Bayern á 19,5.

Mitt sterkasta lið var Hugo/Eddie Gustafson í markinu, Lúcio og Ifeani Udeze í DC, Kieron Dyer/David prutton í dmc, Ljungberg á vinstri kantinum og Van der Gun/Tommy Smith á hægri kantinum, Patrick Vieira og Requelme/Adil Ramzi á miðmiðjunni. Í amc var Ronaldinho og frammi voru Cherno Samba og Thierri Henry.
Bekkurinn var : Glenn Salmon, Gareth Barry, Mido, Eddie Gustafsson, og David Prutton.

Ég byrjaði með því að vinna Leeds 2-0 í Góðgerðarbikarnum, með mörkum frá Herny og Tommy Smith, ég var ánægður með fyrsta leikinn og bjóst við góðu gengi í deildinni og bara allsstaðar en annað kom í ljós. Deildin byrjaði hörmulega 0-0 á móti Blackburn og tap 1-2 á móti Bury, báðir leikir voru á heimavelli. Síðan vann ég Everton rétt svo 3-2. Síðan tapaði ég fyrir Leeeds 1-2 á heimavelli, Wolves 3-0 á útivelli og jafnt á móti Crystal Palace 2-2. eftir þetta þá byrjaði ég að vinna leiki síðan vann ég næstu 5 leiki.í CL þá var ég í riðli með Sporting, Gronningen og Dortmund. Ég komst uppúr honum og í næsta riðli var ég mep Roma, Hadjuk og Porto. Ég komst ekki upp úr honum vegan klaufalegra mistaka í báðum leikjum á móti Porto, ég var að vinni báða leiki en missti þá báða í jafntefil 2-2 og 3-3. Lúcio og Requelme voru að spila illa og meiðsli voru alveg að drepa mig. Ég datt úr FA cup á móti Leeds 2-0 í áttaliða úrslitum og úr League cup í átta liða úrslitum á móti Chelsea 4-0. Stjórnin var að fara á taugum og líka aðdáendurnir, þeir voru byrjaðir að krefjast afsagnar minnar en stjórnin stóð við hlið mér í fyrstu en svo varð hún brjáluð þega ég var ekki að vinna þessa leiki sem ég átti að vinna. Ég bað stjórnina 2 um frest til að endurbyggja liðið og í bæði skipti var hún hissa því stjórnin var ánægð. Enda spretturinn var erfiður en ég náði að vinna mikilvæga leiki en samt var tap 5-1 á móti Charlton jafntefli á móti Liverpool á heimavelli og ég náði að enda í 2. sæti. Í síðasta leiknum á móti Leicester þá leyfði ég ungum og efnilegum leikmönnum að spreyta sig, ég tapaði 1-0. Eftir þann leik þá fékk ég þær fréttir að ég væri rekinn frá Arsenal, stjórnin taldi að annar þjálfari mundi hjálpa félaginu á réttan kjöl. Ég var mjög hissa, en ég hafði ekki áhyggjur af að fá nýtt starf, ég hafði fengið starf hjá landsliði Rúmeníu um sumarið og var að leyta að öðru félagsliði til að stjórna.


Eftir nokkra mánuði fékk ég starf hjá Wigan, liðið var í 24 sæti og ég átti að berjast við falli. Ég endaði í 21. sæti einu stigi frá falli. Eftir það tímabil með Wigan þá sagði ég af mér til að reyna að fá starf í fyrstu deild eða úrvalsdeildinni.Gengi mitt með Rúmeníu er ekkert til að hrópa húrra fyrir en samt gengur alveg ágætlega. Sigur á Skotlandi og jafntefli á móti Danmörku á útivelli. Ég var með Skotlandi, Hollandi Möltu og Lettlandi í riðli . Holland komst áfram og Skotar komust í umspil Árið 2010 þá vann Úkraína FIFA world cup og margar þjóðir ráku þjálfara sína þannig að ég greip tækifærið og sótti um starf hjá Englandi, Frakklandi, Hollandi og Danmörku. Ég fékk starfið hjá Danmörku og hlakka til að stjórna skemmtilegu liði Dana. Eftir margar umsóknir þá fékk ég starf hjá Bury í úrvalsdeildinni. Eftir 12 leiki þá var liðið í 19 sæti. Ég átti að halda liðinu uppi í deildinni. Ég fékk 27 millur til að spreða í leikmenn, Ég keypti menn fyrir 16.75 millur, þar á meðal fékk ég nokkra gamla félaga eins og Glenn Salmon sem var samnigslaus, Zlatan, og Stefan Blom frá Arsenal ásamt fleiri mönnum. Þegar 7 leikir voru eftir af tímabilinu þá var ég í 17. sæti, 4 stigum frá falli, þá var ég rekinn. Stjórnin vildi leita af nýjum þálfara sem mundi halda liðinu uppi. Ég var mjög vonsvikinn þar sem liðið var komið af botninum. Þess má geta að Bury féll. En nú einbeiti ég mér að koma Danmörku á European Championship. Ég er í Riðli með Frakklandi, Finnlandi, Ísrael og Azerbaijan. Ég er nokkuð öruggur í umspil nema að Finnland geri eitthvað heimskulegt eins og vinna leiki. Ég eyddi 3 dögum og 20 klukkustundum í þessu seivi og klukkustundunum á eftir að fjölga.

Takk fyrir mig.
F4nn4