Ég hef beðið með eftirvæntingu eftir þessum síðari leik Aston villa og birmingham en eins og margir vita unnu Birmingham fyrri leikinn 3-0 á St. Andrews og sá leikur fór í sögubækurnar eftir atvikið þegar Peter Enckelman, markvörður Aston villa, missti boltann undir sig eftir innkast frá Mellberg og dæmt var mark.
Þessi leikur fer ekki í sögubækurnar fyrir fallega fótbolta því þetta var einn sá ljótasti fótboltaleikur sem ég hef séð.
Leikurinn byrjaði rólega og það var ekki fyrr en á 9. mínútu þegar Lee Hendrie komst í marktækifæri en hitti boltann afar illa og þetta leit frekar út sem sending frekar en skot, stefndi í innkast.
Svo fór leikurinn að harðna og á 35. mínútu fékk Kevin Cunningham gult spjald fyrir brot á Gareth barry.
Fleira gerðist ekki í fyrri hálfleik og staðan var 0-0 í hálfleik.
Strax í byrjun síðari hálfleik gerði Graham Taylor einkennilega skiptingu þegar hann tók Stefan Moore útaf og setti Hadji inná, örugglega til að ná meiri hraða á hægri kantinum en þá gerðist það sem breytti gang leiksins. Á 49 mín braut Dion Dublin illa á Robbie Savage og í framhaldinu trylltist Dublin og skallaði Savage og fékk fyrir vikið beint rautt spjald, afar einkennileg framkoma hjá Dublin sem annars er mjög prúður leikmaður, Savage hlítur að hafað sagt eitthvað niðrandi við hann.
Á 71. mínútu gerði Steve Bruce skiptingu, tók Clinton Morrison útaf og setti Geoff Horsfield inná í framhaldinu á því skoraði Stan Lazaridis fyrir Birmingham á 73. mín eftir slæma dekkingu hjá Aston Villa en í framhaldinu var Lazaridis skipt útaf fyrir paul Devlin á 74 mínútu eða strax eftir markið.
Svo á 74 mínútu fékk Jóhannes Karl gult spjald fyrir brot og strax í framhaldinu eða á 75 mínútu fékk Paul Devlin gult spjald fyrir brot á Gareth Barry.
Á 76 mínútu skoraði varamaðurinn Geoff Horsfield mark fyrir Birmingham eftir að Enckelman hafði ekki náð haldi á boltanum og misst hann undir sig.
Á 79 mínútu fékk svo annar Aston Villa maður rautt spjald þegar Jóhannes Karl braut illa á Paul Devlin og fékk fyrir vikið sitt annað gula spjald en hefði samt örugglega fengið rautt ef hann hefði ekki verið búinn að fá gult áður.
á 80. mínútu brutust út ólæti hjá áhorfendum og nokkrir áhorfendur hlupu inná völlinn og um tíma var ég orðinn hræddur um að leikurinn yrði flautað af vegna láta í áhorfendum.
á 83 mínútu eða bara strax þegar það var búið að róa áhorfendur og leikur gat hafist á nýju var Robbie Savage skipt útaf fyrir Darren Carter en Savage þurfti síðan fylgd öryggisvarða út af vellinum.
Á 87. mínútu lenti Nico Vaesen markvörður Birmingham illa og þurfti að fara að leikvelli og þar sem Birmingham hafði notað allar skiptingar fór Geoff Horsfield í markið.
Aston Villa gerði svo loksins sína aðra skiptingu á 89. mínútu þegar Alan Wright var skipt útaf fyrir Peter Crouch en það var bara alltof seint því 4 mínútum seinna flautaði dómarinn leikinn af og Birmingham vann sanngjarnan sigur á Aston Villa 2-0.
Í stuttu máli þá er þetta einn af þeim leikjum sem flestir Villa aðdáendur vilja sem fyrst gleyma.