Fyrir svo utan að til að fólk vilji nota ákveðna síðu verður sú síða að bjóða uppá eitthvað og CM.simnet.is hefur ekki verið uppfærð að neinu viti (sýnist mér við stutt innlit) í rúmt ár.
Afhverju stundum við ekki bara öll <a href="http://www.hugi.is/cm">www.hugi.is/cm</a>? Augljóslega verða CM spjöll á fansíðum liða úr enska boltanum aldrei fullgóðar því margir fara aldrei inná annara liða síður eða spjöll.
Ég get í það minnsta sagt þér að þú getur notað agpx8 kort í móðurborðinu þínu, en mögulega virkar það þá bara á agpx4 hraða (þetta er svona 90-99% öruggt). Hvort það er slæmt er annað mál. En prófaðu t.d. sisoft Sandra forritið (sem þú ættir að geta fundið sjálfur) það gefur svona upplýsingar um flest allt sem er í tölvunni þinni.
Jú, abandonware er löglegt eftir því sem ég best veit, en það sem er boðið uppá á abandonware síðum er oft alls ekki eigendalaus hugbúnaður og þar af leiðandi ólöglegur.
Skv því sem ég hef lesið þá er þetta frágenginn díll, sjá <a href="http://sports.yahoo.com/nba/news;_ylc=X3oDMTBpZmFlcXBpBF9TAzk1ODYxOTQ4BHNlYwN0aA–?slug=ap-suns-nash&prov=ap&type=lgns“>yahoo</a> En ein kvörtun, þar sem ofnotkun á orðinu hér er farin að pirra mig gríðarlega, t.d. hjá þulunum sem lýsa EM. ”Ég er að lesa <b>hér</b> á ESPN vefnum að…" Hér hefði svo sem gengið í þessari setningu EF það hefði verið linkur. Ef þú eða einhver annar tekur þetta illa upp að ég sé að benda á svona þá...
Imanipah: þú veist að 4-3-1-2 er mjög algengt kerfi og svipuð kerfi spiluð af mörgum toppliðum, t.d. spila Tékkar sóknarsinnar 4-1-3-2. Og svo má ekki gleyma því að CM er ekki raunveruleikinn heldur leikur og leikir eiga að spilast eins og leikir en ekki eins og raunveruleiki.
Rétt, en þeir höfðu Jordan sem fannst fátt skemmtilegra en að keyra inní teig, svo oft var hann þrídekkaður sem losnaði líklega um menn eins og Pippen, Armstrong og Paxon. Annars er Jordan spes dæmi og Francis og McGrady komast ekki nálægt honum.
Ég held að Tmac + Francis myndu ekki skila liðinu lengra en Francis + Ming + Mobley. Ming skapar mikið pláss utan teigs fyrir skyttur, en þegar bara 2 menn standa fyrir utan og vilja skjóta verður málið flóknara. Kannski er það bara það að ég hef ekkert hræðilega mikið álit á Francis.
manutd: áhugaverð tillaga hjá þér að nota Francis og McGrady sem bakverði og vera Centerlaus (sem er líklega ekki sniðugt í vesturdeildinni), þar sem Francis, Mobley og Ming voru nú ekki að skila neinum rosalegum árangri. Ég held að það sé miklu gáfulegra hjá Houston að byggja liðið í kringum Ming, þar sem stórir GÓÐIR menn eru vandfundnari en litlar skyttur.
“Gerrard skrifaði á dögunum undir nýjan samning við Liverpool” Gerrard skrifaði undir nýjan samning síðasta haust, aftur á móti er enþá beðið eftir því að Owen skrifi undir.
Auðvita skoraði Pippen meira eftir að Jordan fór, enda varð Pippen þá aðalnúmerði og enginn Jordan til að taka sín 30 skot í leik. Garnett er (að mínu mati) miklu, MIKLU betri leikmaður, en hann hefur ekki haft nægilega gott lið í kringum sig hingað til.
manutd: þú ert s.s. að segja að Pippen sé betri heldur en Garnett? Pippen var mjög góður, ekki neita ég því, en hann var góður sem annar kostur, passaði mjög vel MEÐ Jordan. Garnett er aftur á móti fyrsti kostur, hann er eiginlega bara heilt lið.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..