Dallas með valrétt #5 í draftinu kusu að velja Devin Harris frá Wisconsin háskóla. Harris er PG, en reyndar með SG takta og jafnvel er efast um hans leikstjórnenda eðli. Er grimmur sóknarmaður og gæti orðið eitthvað svipað og Dwyane Wade. Harris hefur PG hæð, hraða og ágætis sýn yfir völlinn. En hann hefur ekki reynsluna og styrkinn til að leiða svona stjórnuprýtt lið sem Dallas er til velgengis, a.m.k. strax. Sérstaklega þar sem Nash var klárlega mikilvægasti leikmaður Dallas síðustu árin og verður hlutverk leikstjórnanda hjá Dallas að móta nýtt spil sem á að vinna titla.

Talað er um að Steve Nash verði jafnvel skipt frá félaginu, jafnvel til Suns. Reyndar eru nánast allir leikmenn NBA núna orðaðir við Suns, t.d. Kobe, T-Mac, Nash og fleiri.

Allaveganna með komu Harris lítur út fyrir að framtíð Jóns Arnórs hjá Dallas sé nokkuð óljós. Ólíklegt að Dallas noti tvo rúmlega tvítuga PG í sínum hóp. Líklegra væri að þeir hafi 2 PG, Harris og einn reyndan.

Þrátt fyrir að Dallas hafi ákveðið að leyfa Bobcats ekki að velja Jón, þá held ég nú að það hafi bara verið gert til að losna við hálaunasamninga til Bobcats, frekar en að þeir vilji svona nauðsynlega halda Jóni.